Flug til Manchester með Icelandair, verð frá 33.365 kr.*
Flug til Manchester á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (KEF)-
Manchester (MAN)Reykjavík (REK)-
Manchester (MAN)Reykjavík (REK)-
Manchester (MAN)Reykjavík (REK)-
Manchester (MAN)Reykjavík (REK)-
Manchester (MAN)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Manchester með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 20. maí 2025 - 27. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 30. apr. 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 01. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 28. apr. 2025 - 02. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 28. apr. 2025 - 03. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 29. apr. 2025 - 03. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 06. maí 2025 - 09. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 27. apr. 2025 - 02. maí 2025 | Frá 33.385 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
FráReykjavík (REK) | TilManchester (MAN) | Báðar leiðir / Economy | 18. maí 2025 - 23. maí 2025 | Frá 51.855 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Manchester
Besti tíminn til að fljúga til Manchester
Besti tíminn til að ferðast til Manchester er sumarið. Það er vitanlega hlýjasti tími ársins, meðalhitinn er að öllu jöfnu í kringum 20 gráður, en þú ættir án nokkurs vafa að taka regnhlífina með til þessarar alræmdu votviðrisborgar.
Ef þú vilt sleppa við mesta ferðamannafjöldann gæti verið betra að bóka flug til Manchester um vorið. Í ágúst hefst svo hið margrómaða fótboltatímabil og þá drífur stuðningsmenn stærstu liðanna hvaðanæva að.
Þó haustmánuðirnir frá september fram í desember séu auðvitað kaldari, má gera ráð fyrir björtum og fallegum haustdögum hér og hvar.
Í aðdraganda jólanna í desember opna svo jólamarkaðarnir, og nóg er af verslunarmiðstöðvum og búðum miðsvæðis í borginni.
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til Manchester.
Samgöngur í Manchester
Þú hefur úr mörgum samgöngumátum að velja í Manchester.
Þar ber fyrst að nefna ókeypis strætisvagna - sem áður gengu undir nafninu Metroshuffle – en þeir ganga í þrjá misbreiða hringi umhverfis borgina og þræða þannig öllu helstu hverfi hennar. Allir strætisvagnar búa yfir góðu aðgengi fyrir hjólastóla.
Sporvagninn er önnur góð samgönguleið, en hann má kalla eitt af einkennismerkjum borgarinnar. Á sumrin er ekki síðra að leigja hjól.
Svartir leigubílar standa líka til boða, sem og Uber.
Ef þig langar að fara út fyrir Manchester, geturðu ferðast með lest frá annarri af aðalstöðvunum: Piccadilly eða Victoria.
Sagan í Manchester
Borgirnar á Norður-Englandi eru menningarheimur út af fyrir sig, með sína merku sögu, ríkulegu tónlistarhefð og einkennandi matarmenningu.
Manchester (og nágrannaborgin Liverpool) eru þungamiðja menningar- og efnahagslífsins á svæðinu, en margir sækja borgina heim til að votta hetjum íþrótta og tónlistar virðingu sína.
Iðnbyltingin mótaði sögu og ásýnd Manchester og á söfnum borgarinnar geta gestir sökkt sér ofan í þessa merku fortíð. People’s History Museum gerir sögunni af uppgangi Manchester góð skil.
Í borginni má líka finna fjölmörg listagallerí, stríðsminjasafn og eitt elsta almenningsbókasafn heims.
Fótbolti í Manchester
National Football Museum er meðal nýrri safna í Manchester. Þar er farið vel ofan í saumana á því hvers vegna Manchester varð að stórveldi í heimi fótboltans og þeirri þýðingu sem íþróttin hefur fyrir heimafólk.
Heimsókn á á Old Trafford, heimavöll Manchester United, er ómissandi fyrir þau sem lifa og hrærast í enska boltanum (leikvangurinn er einnig kallaður Draumaleikhúsið - Theatre of Dreams).
Þú getur líka farið í skoðunarferð um Etihad Stadium, heimavöll Manchester City, og sömuleiðis leikvanga í nágrannaborginni Liverpool.
Og hvers vegna ekki að kíkja á eins og einn leik? Enska úrvalsdeildin er í gangi u.þ.b. frá ágúst fram í maí, en það getur verið gott að tryggja sér miða tímanlega.
Út að borða í Manchester
Á síðustu árum hefur orðið mikil sprenging í úrvali spennandi veitingastaða í Manchester, en hér ber sérstaklega að nefna hverfin Spinningfields og Northern Quarter. Spinningfields er nútímalegt hverfi sem nýtur vaxandi vinsælda vegna fjölda góðra veitingastaða og spennandi verslana, á meðan andrúmsloftið í Northern Quarter er bóhemískt og yfir hverfinu er skapandi yfirbragð.
Í miðbænum má finna hið stórmerka Corn Exchange – tilkomumikla byggingu frá 1903. Nýtt líf hefur færst í bygginguna, nú er þar lífleg og ilmandi mathöll með fjölmörgum fínum veitingastöðum.
Ef þú vilt eitthvað aðeins afslappaðara er hægt að sjá hvað er á boðstólum á „Curry Mile“, en hún er staðsett á Wilmslow Road, í miðju Rusholme-hverfisins í suðurhluta Manchester. Hér fá bragðlaukarnir að njóta sín í bragðgóðum réttum frá Indlandi og Mið-Austurlöndum, framreiddum gegn sanngjörnu verði.
Verslunarmiðstöðvar í Manchester
Það eru góð verslunarsvæði í miðbænum (nálægt Harvey Nichols og Selfridges), við King Street og Spinningfields-hverfið (ef þú vilt fara í betri verslanir og kaupa alþjóðleg vörumerki) og ekki má gleyma litlu, óháðu verslununum í Northern Quarter.
Ef þú ert í leit að verslunarmiðstöðvum skaltu halda 8 km í vestur af miðbænum, þar sem þú finnur Trafford Centre. Þar eru þrjár stórvöruverslanir, kvikmyndahús, veitingastaðir og 200 smærri verslanir sem eiga eftir að lækna kaupæðið.
Kannaðu forvitnilegar vörur á Afflecks-innimarkaðinum í Northern Quarter – við erum að tala um vintage-fatnað, vínylplötur og alls konar óvenjulegar gersemar.