Flug til Miami með Icelandair , verð frá 78.505 kr.*

Borði með eftirfarandi texta: 'Nýr áfangastaður: Miami. Við fljúgum þrisvar í viku frá 25. október 2025'.

Beint flug til Miami frá og með októbermánuði

kr.

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
04. nóv. 2025 - 07. nóv. 2025
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
04. nóv. 2025 - 12. nóv. 2025
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 3 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
28. okt. 2025 - 05. nóv. 2025
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 45 mínútur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
25. nóv. 2025 - 03. des. 2025
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 50 mínútur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
25. okt. 2025 - 29. okt. 2025
Frá
78.495 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
10. jan. 2026 - 23. jan. 2026
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 21 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
25. okt. 2025 - 07. nóv. 2025
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 18 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
28. okt. 2025 - 07. nóv. 2025
Frá
78.505 kr.*
Síðast skoðað: 50 mínútur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Miami (MIA)
10. nóv. 2025 - 24. nóv. 2025
Frá
199.665 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Egilsstaðir (EGS)-

Miami (MIA)
25. okt. 2025 - 08. nóv. 2025
Frá
139.155 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Flug til Miami á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
08. apr. 2025 - 15. apr. 2025
Frá
103.665 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
03. apr. 2025 - 10. apr. 2025
Frá
110.865 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
27. mar. 2025 - 01. apr. 2025
Frá
116.355 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
01. apr. 2025 - 08. apr. 2025
Frá
103.355 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
02. apr. 2025 - 09. apr. 2025
Frá
107.755 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
20. feb. 2025 - 27. feb. 2025
Frá
111.855 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
20. feb. 2025 - 25. feb. 2025
Frá
115.265 kr.*
Síðast skoðað: 21 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Miami (MIA)
20. feb. 2025 - 26. feb. 2025
Frá
119.365 kr.*
Síðast skoðað: 16 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
08. apr. 2025 - 15. apr. 2025
Frá
103.665 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
04. apr. 2025 - 11. apr. 2025
Frá
125.755 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
18. apr. 2025 - 25. apr. 2025
Frá
118.555 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Miami (MIA)
01. maí 2025 - 08. maí 2025
Frá
125.445 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Miami með góðum fyrirvara

kr.
Planaðu ferðalag til Miami með góðum fyrirvara
Frá
Til
Fargjald
Dagsetningar
Verð
FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
04. nóv. 2025 - 07. nóv. 2025

Frá

78.505 kr.*

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
30. okt. 2025 - 05. nóv. 2025

Frá

81.295 kr.*

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
25. okt. 2025 - 31. okt. 2025

Frá

78.505 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
02. des. 2025 - 05. des. 2025

Frá

78.505 kr.*

Síðast skoðað: 23 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
01. nóv. 2025 - 07. nóv. 2025

Frá

78.505 kr.*

Síðast skoðað: 15 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
11. nóv. 2025 - 16. nóv. 2025

Frá

81.305 kr.*

Síðast skoðað: 2 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
27. nóv. 2025 - 03. des. 2025

Frá

81.305 kr.*

Síðast skoðað: 1 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
02. des. 2025 - 07. des. 2025

Frá

81.305 kr.*

Síðast skoðað: 15 klst. síðan

FráReykjavík (REK)TilMiami (MIA)Báðar leiðir
/
Economy
27. nóv. 2025 - 03. des. 2025

Frá

81.305 kr.*

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Miami

Litrík hús og pálmatré við götu í Miami

Miami í hnotskurn

Velkomin til Miami! Borgar sem býr yfir suðrænni strandlengju, þar sem menning suður- og norðurhluta Ameríku mætist og art deco-stíllinn ræður ríkjum.

Icelandair bætir Miami í hóp áfangastaða sinna árið 2025. Flogið verður þrisvar í vikur frá og með 25. október. Taktu stefnuna á Suður-Flórída, og jafnvel út á hafið! Miami býður upp á fjölda skemmtisiglinga.

Á flakki um Miami

Áður en haldið er af stað, er gott að kynna sér aðeins hverfi borgarinnar. Í miðbænum má fá nasasjón af öllu því helsta sem Miami hefur upp á að bjóða, að einu lykilatriði undanskildu: þar er engin strönd. Hana finnur þú út á sandrifinu sem kallast Miami Beach. Á South Beach svæðinu blómstrar svo næturlífið.

Ekki gleyma að kynna þér margbreytileika borgarinnar, utan miðbæjarins. Salsatónlistin hljómar á götum Litlu-Havana, innan um byggingar og minnisvarða sem eru til vitnis um sterk undirtök kúbanskrar menningar. Calle Ocho er ein þekktasta gata Miami. Litla-Bahama og Litla-Haítí veita svo innsýn í fleiri menningarheima. Eitt af elstu hverfum borgarinnar gengur undir nafninu Historic Overtown, en þar var þungamiðja í menningarlífi svartra listamanna á tímum aðskilnaðarstefnunnar.

Miðbær Miami, skýjakljúfar og pálmatré.
Litrík bygging í Art Deco-stíl við götu í Miami

Spennandi staðir í Miami

Strandlífið er ekki það eina sem Miami hefur fram að færa. Borgin er að góðu kunn fyrir art deco byggingarstíl. Í Art Deco Historic District á Miami Beach eru fleiri en 800 byggingar og önnur mannvirki í þessum stíl frá 3. og 4. áratugnum. Farðu í gönguferð eða fáðu leiðsögn um svæðið og njóttu fagurra litbrigða og annarra blæbrigða bygginganna. Annars konar andi ríki yfir hipsterahverfinu Wynwood, en þar er líka um að gera að fá sér gönguferð og skoða listasöfn, líta við á veitingahúsi og sjá graffítilist sem víða prýðir veggi hverfisins.

Ef hitasvækjan verður of mikil fyrir þinn smekk, má leita skjóls á Pérez Art Museum. Í grenndinni er svo annað merkilegt safn, Frost Museum of Science, en þar má finna áhugavert sædýrasafn, stjörnuver og ýmsar sýningar sem skipt er út reglulega. Annar merkur staður er Vizcaya-safnið og lystigarðurinn í kring. Þetta glæsilega óðal við sjávarsíðuna var byggt árið 1916 á stað sem hefur yfirbragð Miðjarðarhafsins.

Bestu strandirnar í Miami

Austan við miðbæinn finnur þú aðalstrandsvæði borgarinnar, Miami Beach. South Beach, sem er staðsett á syðsta hluta Miami Beach strandrifsins, kemur kannski kunnuglega fyrir sjónir enda hefur fjöldi sjónvarpsþátta og bíómynda verið tekinn upp þar. South Beach ströndin teygir sig yfir um 3 km norður af South Pointe garðinum. Svæðið er myndrænt, með sinn hvíta sand, litríkan strandvarðaskála og byggingar í art deco stíl.

Strandirnar Mid Beach og North Beach, sem liggja norður af South Beach, hafa yfir sér rólegra yfirbragð og þú hefur meira rými til að breiða úr þér. Ef haldið er áfram í norður, kemur þú að Surfside Beach og Bal Harbour, sem er kjörið svæði fyrir sundferðir og sólböð.

Á austari hluta Miami Beach er Key Biscayne, þar gefur að líta fagra náttúru og strendur og þar er fjöldi góðra veitingahúsa, einkum á sviði sjávarrétta.

Lítill skáli fyrir strandverði á Miami Beach, sem er rauður, gulur og appelsínugulur.
Löng röð skýjakljúfa við Miami Beach

Út að borða í Miami

Í Miami er af nógu að taka fyrir matgæðinga, sérstaklega þá sem hafa smekk fyrir réttum ættuðum frá Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu. Litla-Havana býður auðvitað upp á besta úrvalið af kúbanskri matseld, en hér mætti líka nefna hverfin Wynwood, South Beach og Coconut Grove.

Einkennisréttur borgarinnar er kúbanska samlokan, sem samanstendur af skinku, sítrusmaríneruðu svínakjöti, svissneskum osti, súrum gúrkum og sinnepi. Það er líka óhætt að mæla með sjávarréttunum, en þar má t.d. nefna krabbarétti og perúska réttinn ceviche. Aðrir réttir eru blanda af matargerð úr ólíkum áttum: churrasco-steik með chimichurri sósu, frita (eins konar kúbanskur hamborgari), pastelito (bakkelsi með alls konar bragði), croquetas og arepas (flatbrauð með ýmis konar fyllingu). Í eftirrétt má mæla með key lime böku, sem er einkennisbaka Flórídafylkis!

Næturlífið í Miami

Stuðið byrjar við sólsetur í Miami og næturlíf borgarinnar hefur mikið aðdráttarafl. Skemmtanalífið einskorðast að mestu við hverfin South Beach, Wynwood og miðbæinn. Á South Beach er glamúr og strandgleði allsráðandi, meðan Wynwood hefur yfir sér fjölbreyttari áru.

Nóg er af tónleikastöðum, sem veita innsýn í menningarlíf borgarinnar, hér má dansa við salsa, reggaeton og aðra tónlist ættaða frá Rómönsku-Ameríku. Bestu salsastaðirnir eru vitanlega í Litlu-Havana.

Menningaráhrif nágrannalandanna sjást líka í framboði kokkteila, allt frá mojito til cuba libre.

 Marglitaður mósaíkveggur og pálmatré við Calle Ocho í Miami
Vizcaya-safnið og lystigarður í kring.

Samgöngur í Miami

Alþjóðaflugvöllurinn er staðsettur um 13 km norðvestur af miðbænum. Margir leigja sér bíl til að ferðast um Miami, en í borginni er líka samgöngukerfi sem hægt er að nota innan borgarinnar og til að heimsækja nágrennið.

Það er ódýrt og fljótlegt að ferðast með Metrorail lestinni frá flugvellinum og inn í miðbæ. Í miðbænum er Metromover hagkvæmasti samgöngumátinn, það kostar ekkert að ferðast með þessum lestum og þær tengja saman Metrorail og Metrobus. Metrobus býður upp á um 90 leiðir og gengur til svæða sem Metrorail og Metromover ná ekki yfir, t.d. Miami Beach, Key Biscayne og Homestead (fyrir þá sem ætla inn á Everglades-svæðið). Þú þarft að verða þér úti um EASY Ticket til að nota samgöngukerfið, hægt er að kaupa dagpassa eða vikupassa.

Ferðalög út fyrir Miami

Suður-Flórída er frábært svæði fyrir bíltúr, frá Miami er til að mynda gaman að keyra til Florida Keys eða Everglades. Í Everglades finnur þú stórbrotna villta náttúru, sem er heimkynni margra sjaldgæfra dýrategunda. Í huga heimamanna myndar svæðið sterk hugrenningatengsl við krókódílana sem þar búa. Ef þú vilt sjá þá í sínu náttúrulega umhverfi er hægt að fara í sérstaka bátsferð á þrýstiloftsbáti, sem er flatbotna og sérhannaður til að þræða fenjasvæði.

Florida Keys er eyjaklasi sem teygir sig yfir um 190 km svæði neðan af syðsta odda Flórída. Florida Keys Overseas þjóðvegurinn frá Key Largo til Key West býður upp á magnað ferðalag um eyjarnar. Eyjaklasinn er annálaður fyrir tær vötn, kóralrif, fagrar strandir og afslappaðan lífsstíl. Kjörin ferð fyrir þá sem hafa áhuga á fiskveiðum, bátsferðum og að snorkla eða kafa.

Everglades-svæðið í Flórída séð að ofan.