Flug til Narsarsuaq með Icelandair, verð frá 98.195 kr.*
Flug til Narsarsuaq á næstu þremur mánuðum
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Narsarsuaq með góðum fyrirvara
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Narsarsuaq
Flugið frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Narsarsuaq (UAK) á Suður-Grænlandi tekur 2 klst. og 45 mín.
Á Suður-Grænlandi er margt sem vekur áhuga. Hér má fræðast um sögu Inuíta og norrænna manna og lifnaðarhætti fólksins á harðgerðu en jafnframt búsældarlegu svæði, sem fer langt með að réttlæta græna litinn í nafni landsins.
Frekari upplýsingar um flug til Grænlands.
Icelandair flýgur frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til Narsarsuaq. Þetta á bæði við um komur og brottfarir. Flug verður ekki lengur í boði frá Reykjavíkurflugvelli (RKV).
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til Narsarsuaq.
Landsvæði andstæðnanna
Í landslagi Suður-Grænlands gætir mikilla andstæðna. Hér má finna blómum skrýddar sléttur og frjósama dali, firði þar sem krökkt er af hafís, fjölda jökla og fjallasvæði sem auðugt er að jarðefnum. Á svæðinu er stundaður háþróaður landbúnaður og víðáttumikil beitarsvæði eru lögð undir fé og hross.
Hér má jafnframt finna einhverjar best varðveittu mannvistarleifar norrænna manna, sem byggðu svæðið frá tíundu öld fram á þá fimmtándu. Eiríkur rauði byggði bú sitt í Qassiarsuk (sem hann kallaði sjálfur Bröttuhlíð).
Ferðir af ýmsu tagi
Fyrir gesti sem þyrstir í að kynnast menningu og náttúru svæðisins, er sérstaklega hentugt að byrja á heimsókn til bæjanna Narsaq, Qaqortoq, Nanortalik sem og höfuðstaðarins Narsarsuaq.
Heimsókn til einhvers hinna minni bæja sem myndast hafa kringum fjárbúskap, bæja á borð við Qassiarsuk, Igaliku og Alluitsup Paa, bætir annarri vídd við ferðalagið.
Skoðunarferðir af ýmsu tagi standa til boða á Suður-Grænlandi: gönguferðir, veiðiferðir, skoðunarferðir að leifum norrænna kirkna og bæja, kajakferðir um firðina, klettaklifur og áfram mætti telja.