Flug til Nashville með Icelandair , verð frá 86.465 kr.*
Flug til Nashville á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (KEF)-
Nashville (BNA)Reykjavík (REK)-
Nashville (BNA)Reykjavík (REK)-
Nashville (BNA)Reykjavík (REK)-
Nashville (BNA)Reykjavík (REK)-
Nashville (BNA)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Nashville með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 05. okt. 2025 - 08. okt. 2025 | Frá 86.695 kr.* Síðast skoðað: 13 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 15. jún. 2025 - 20. jún. 2025 | Frá 88.265 kr.* Síðast skoðað: 11 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 22. jún. 2025 - 29. jún. 2025 | Frá 89.665 kr.* Síðast skoðað: 6 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 12. okt. 2025 - 17. okt. 2025 | Frá 92.995 kr.* Síðast skoðað: 9 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 04. jún. 2025 - 11. jún. 2025 | Frá 88.265 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 09. júl. 2025 - 13. júl. 2025 | Frá 89.665 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 11. jún. 2025 - 15. jún. 2025 | Frá 89.665 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 15. ágú. 2025 - 22. ágú. 2025 | Frá 89.665 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (REK) | TilNashville (BNA) | Báðar leiðir / Economy | 08. okt. 2025 - 12. okt. 2025 | Frá 88.095 kr.* Síðast skoðað: 15 klst. síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Nashville
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/blt0827e4350762cf4d/66f3d5075ff09a6f8b1cf87f/EM-Nashville-NewDesign1.jpg)
Nashville í hnotskurn
Velkomin til Nashville!
Það er tónlistin sem hefur borið hróður borgarinnar hvað víðast og trekkir að tónlistarfólk og tónlistarunnendur hvaðanæva að í heiminum.
Icelandair bætir Nashville í hóp áfangastaða sinna vorið 2025. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá 16. maí til 27. október. Bókaðu flug til Nashville, upplifðu honky-tonk píanóið og gestrisni heimamanna.
Tónlistarborgin Nashville
Í Nashville búa um 700.000 manns. Hún er fjölmennasta borg Tennessee og jafnframt höfuðborg fylkisins. Tónlistin á sér djúpar rætur í menningu borgarinnar. Hér mætast fortíð, nútíð og framtíð bandarískrar tónlistar: kantrí, bluegrass, rokk, popp, gospel, klassík, djass og blús. Í borginni blómstrar geysifjölbreytt tónlistarlíf.
Nashville braut sér leið inn í amerísku kántrísenuna á öldum ljósvakans. Hinn goðsagnakenndi útvarpsþáttur „Grand Ole Opry“ hóf göngu sína í borginni árið 1925 og var fyrstu hálfu öldina útvarpað frá Ryman Auditorium í miðbæ borgarinnar, en frá og með 1974 hefur hann verið sendur út fimm sinum í viku frá Grand Ole Opry House.
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/bltf02921b5d0b1b896/66f3d507818c8b7748c3d6c6/EM-Nashville-NewDesign2.jpg)
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/blt1c5626d97e028c22/66f3d507bb79b78211415680/EM-Nashville-NewDesign3.jpg)
List og menning í Nashville
Enginn vafi leikur á því að tónlistin er eitt aðal aðdráttarafl Nashville, en Country Music Hall of Fame og upptökuverið Music Row eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna. Sérstök söfn eru tileinkuð kántríhetjum á borð við Johnny Cash, Patsy Klein og Willie Nelson. Ekki láta honky-tonk barina fram hjá þér fara og líttu við á tónleikum í Grand Ole Opry House.
En tónlistin er ekki upphaf og endir alls í Nashville. Listalíf blómstar á mörgum sviðum, hér er spennandi matarmenning, nóg af verslunum og íþróttaviðburðum, fyrir utan stóra og líflega almenningsgarða.
Annar markverður áfangastaður er glæsilegt heimili sjöunda forseta Bandaríkjanna, Andrew Jackson. Og í Centennial Park finnur þú meðal annars eftirlíkingu af gríska Parthenoninu í fullri stærð!
Íþróttir og afþreying í Nashville
Í Nashville er skyldumæting á tónleika, af nógu er að taka í þeim efnum. En það er líka kjörið að mæta á íþróttaleik til að blanda geði við heimamenn. Styddu við bakið á Tennessee Titans í æsilegum amerískum fótboltaleik eða fylgstu með Nashville Predators þjóta um íshokkívöllinn í hópi heitra áhangenda liðsins.
Ef þú vilt heldur vera þátttakandi í íþróttum en sitja í áhorfendastúkunni, má t.d. mæla með golfvellinum, róðrabáts- eða kanóaferð. Íbúar Nashville fara gjarnan í Warner Parks til að njóta veðurblíðu úti í guðsgrænni náttúrunni, en um skógi vaxnar hæðir svæðisins liggur fjöldi gönguleiða. Þegar sumarhitinn nær sem mestum hæðum bjóða nokkrir góðir vatnsgarðar upp á kælingu.
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/blt36b8a7b3a3cf5db5/66f3d508c239a88f5993d59d/EM-Nashville-NewDesign4.jpg)
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/bltefba0fd5f5cc177d/66f3d508bb79b70869415684/EM-Nashville-NewDesign5.jpg)
Út að borða í Nashville
Sérhver matgæðingur ætti að finna sitthvað við sitt hæfi í Nashville, en þar fylgjast veitingastaðirnir vel með nýjustu stefnum og straumum í matargerð. Þegar fer að líða að kvöldmat er kjörið að taka stefnuna á Germantown, East Nashville eða the Gulch.
Óhætt er að mæla með þremur sígildum réttum: „hot chicken“, grillmat að hætti heimamanna og „meat and three“. Rétturinn „hot chicken“ á uppruna sinn í Nashville snemma á síðustu öld. Um er að ræða steiktan kjúkling sem dýft er í rífandi sterka sósu og síðan borinn fram á hvítu brauði. Pantaðu réttinn á staðnum sem bjó hann til: Prince‘s Hot Chicken.
Tennessee-fylki er annálað fyrir bragðgóðan grillmat og Nashville er þar engin undantekning; sérstaklega má mæla með svínarifjum. Svo er það þriðji rétturinn, „meat and three“, hann færðu á hversdagslegri matsölustöðum, þeim sem heimamenn kalla „diner“. Þú velur hvers kyns kjöt þú vilt og þrjá hliðarrétti. Hefðundinn eftirréttur er sætt te með sneið af pæi.
Barir og lifandi tónlist í Nashville
Ljúfir tónar eru aldrei langt undan í Nashville og á breiðstrætinu Broadway er iðulega mikill glaumur og gleði. Kántrítónlistin glymur frá ótal sviðum. Gaman er að fá sér sæti á bar uppi á patio-verönd undir berum himni eða inni á hefðbundnum honky tonk bar. Hafðu augun opin fyrir hinum fjólubláa Tootsie‘s Orchide Lounge, heimsþekktri honky tonk búllu sem hefur verið starfandi síðan 1960.
Annar snar þáttur í menningu Nashville er Grand Ole Opry House, goðsagnakenndur tónleikasalur norðaustan af miðbænum. Kántrítónlistarmenn koma fram þar mörg kvöld í viku með stutt prógram. Heitir aðdáendur geta líka fengið að koma baksviðs. Opry-tónleikastaðurinn var áður staðsettur í Ryman Auditorium, þar sem enn er boðið upp á tónleika og ýmis konar viðburði.
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/bltc842d0a3b1f96750/66f3d5085d63987c05237616/EM-Nashville-NewDesign6.jpg)
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/blte4e48dc394c6afbb/66f3d508520e9c220eb42a12/EM-Nashville-NewDesign7.jpg)
Samgöngur í Nashville
Alþjóðaflugvöllurinn í Nashville er staðsettur um 13 km suðaustur af miðbænum. Auðvelt er að ferðast frá vellinum inn í miðbæ. Hægt er að taka sérstaka flugrútu, almenningsvagna (leið nr. 18 gengur á klukkutíma fresti) eða leigubíl. Uber og Lyft eru líka stafrækt í Nashville.
Almenningssamgöngukerfi borgarinnar samanstendur af strætisvögnum og lestum, en kerfið gengur undir nafninu WeGo Public Transit. Þónokkrir markverðir staðir í borginni eru hins vegar nokkuð langt út fyrir kjarnann, svo það getur komið sér vel að taka bíl á leigu.
Sum hótel bjóða upp á ókeypis bílastæði og það er tiltölulega þægilegt að finna stæði niður í bæ. Þú getur líka tekið hjól á leigu: BCycle hefur fleiri en 30 hjólastöðvar innan borgarmarkanna.
Ferðast út fyrir Nashville
Ef tónlistin er það sem dregur þig til Nashville, væri ekki vitlaust að fara í smá ferðalag, um 350 km suðvestur á bóginn, til annarrar stórmerkrar tónlistarborgar: Memphis. Í því samhengi má nefna blúsgötuna Beale Street, hið goðsagnakennda hljóðver Sun Studios sem átti mikilvægan þátt í þróun rokktónlistar, og auðvitað Graceland, heimili Elvis Presley.
Þú getur líka ferðast í hina áttina og litið við á Pigeon Forge. Þar má finna skemmtigarðinn Dollywood sem er í eigu Dolly Parton. Garðurinn er staðsettur við jaðar Reykjarfjallanna, the Great Smoky Mountains.
![](https://images.contentstack.io/v3/assets/blt279b94f6e22ca52e/blt9ad435dc887d1edb/66f3d508f82be1bbfe7f7bad/EM-Nashville-NewDesign8.jpg)