Flug til New York með Icelandair, verð frá 65.795 kr.*
Flug til New York á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (NYC)Reykjavík (KEF)-
New York (JFK)Reykjavík (KEF)-
New York (JFK)Reykjavík (KEF)-
New York (JFK)Reykjavík (REK)-
New York (NYC)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til New York með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 30. mar. 2025 - 03. apr. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 31. mar. 2025 - 03. apr. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 20. mar. 2025 - 24. mar. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 21. mar. 2025 - 24. mar. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 21. mar. 2025 - 27. mar. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 21. mar. 2025 - 28. mar. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 22. mar. 2025 - 23. mar. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (NYC) | Báðar leiðir / Economy | 22. mar. 2025 - 29. mar. 2025 | Frá 65.795 kr.* Síðast skoðað: 19 klst. síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNew York (JFK) | Báðar leiðir / Economy | 16. jún. 2025 - 21. jún. 2025 | Frá 67.605 kr.* Síðast skoðað: 5 mínútur síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til New York
Hvenær er best að fljúga til New York?
Besti tíminn til að heimsækja New York er frá apríl fram í júní, þegar veðurfar er tilölulega milt og mannfjöldinn er ekki jafnmikill og á sumrin.
Ef þú setur kuldann ekki fyrir þig, bjóða nóvember og desember upp á hátíðlegt andrúmsloft jóla og þakkargjörðar, jafnvel jólasnjó!
Í raun iðar New York af menningarlífi á öllum árstímum.
Borgarlandslagið skiptir um lit og yfirbragð frá vetri til sumars, allt fer eftir því hvers konar andrúmslofti og afþreyingu hver og einn sækist eftir.
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til New York.
Samgöngur í New York
New York er tilölulega þægileg til gangs, þökk sé öguðu deiliskipulagi. Almenningssamgöngukerfið er sömuleiðis til fyrirmyndar, borgin hefur yfir að ráða strætisvögnum, lestum og hinu goðsagnakennda neðanjarðarlestakerfi.
Neðanjarðarlestakerfið er þægileg leið til að ferðast milli hverfa borgarinnar: Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island.
Ferjan yfir til Staten Island er annað sögufrægt samgöngutæki borgarinnar. Bátsferðin tekur um 25 mínútur og er ókeypis.
Farþegar um borð í ferjunni fá útsýni yfir háreista byggðina í Manhattan, höfnina í New York og á leiðangrinum sjá þeir líka helsta einkennismerki borgarinnar, Frelsisstyttuna.
Menningarborgin New York
Það er í raun allt of margt við að vera í New York, sá á kvölina sem á völina! Borgin iðar af lífi og orku, í New York er offramboð á afþreyingu.
Fáar borgir hafa yfir sér sömu draumkenndu áruna og hefur verið eignuð New York, sérstaklega í kvikmyndum og sjónvarpi. Borgin hefur getið af sér ótrúlegan fjölda málara, rithöfunda, kvikmyndagerðar- og tónlistarmanna.
Central Park skipar stóra rullu í ímynd borgarinnar og hvað sem öðru líður ættir þú að leggja leið þína þangað enda ótal margt sem grípur augu og eyru.
Þau sem vilja komast í snertingu við upplifun heimamanna, ættu að mæta í stúkuna á hafnarboltaleik, tékka á sýningu á Broadway eða heimsækja undraverð söfn á borð við Guggenheim og Met.
Merkilegir staðir í New York
Í New York eru kennileiti á hverju strái: Brookblynbrúin, Empire State byggingin, Frelsisstyttan og Times Square svo eitthvað sé nefnt.
Besta útsýnið fæst af toppi Rockefeller Center. Ef þú ferð upp að kvöldlagi, nýturðu fegurðar ljósahafsins sem teygir sig svo langt sem augað eygir.
Taktu ferjuna yfir á hinn stórmerka sögustað Ellis Island, þar sem nöfn þeirra sem fluttu til New York á fyrri tíð eru skjalfest.
Á staðnum þar sem Tvíburaturnanir stóðu áður hefur nú verið reistur minnisvarði um atburð sem mótaði sögu borgarinnar og landsins í heild, The National 9/11 Memorial and Museum.
Verslað í New York
Í New York finnur þú allt frá líflegum flóamörkuðum yfir í himinborna hátísku.
Leggðu leið þína á fimmta breiðstræti Midtown á Manhattan og skoðaðu allt það helsta sem Barneys, Macy’s, Bloomingdale’s og Saks hafa upp á að bjóða.
Ef þú ert á höttunum eftir minjagripum þarftu ekki að leita langt, öll helstu söfn hafa nóg af slíkum vörum í safnbúðinni.
Matur og drykkur í New York
New York er gósenland fyrir matgæðinga. Ef þig langar í smakk af dæmigerðu mataræði New York-búans hefur þú úr nógu að taka.
Pretzel og pulsa úr matarvagni eru klassískir réttir, sem og hamborgari og mjólkurhristingur á stálheiðarlegum amerískum diner. Svo má líka bóka borð hjá þeim nýjustu, fínustu og smakka á því sem heitustu stjörnukokkarnir hafa fram að færa.
Það er um að gera að láta stjórnast af áherslum hverfisins sem þú ert í hverja stundina, bragða á dim sum í Chinatown, soul food í Harlem eða bjór og borgara í Brooklyn.
Algengar spurningar um ferðalög til New York
Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn
Hversu langt er flugið frá Keflavík til New York?
Meðalflugtími frá Keflavík til New York er um 6 klst.
Hvenær er ódýrast að fljúga til New York?
Ódýrasta flugið til New York er yfirleitt að finna frá janúar fram í mars.
Það er ekki þarf með sagt að ekki hægt sé að fá sambærileg kjör á öðrum árstíðum. Lykilatriðið er að bóka með góðum fyrirvara.