Flug til Nice með Icelandair, verð frá 38.545 kr.*
Flug til Nice á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (KEF)-
Nice (NCE)Reykjavík (REK)-
Nice (NCE)Reykjavík (REK)-
Nice (NCE)Akureyri (AEY)-
Nice (NCE)Akureyri (AEY)-
Nice (NCE)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Nice með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 06. okt. 2025 - 13. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 09. okt. 2025 - 13. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 09. okt. 2025 - 16. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 16. okt. 2025 - 20. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 06. okt. 2025 - 09. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 20. okt. 2025 - 23. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 02. okt. 2025 - 06. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 13. okt. 2025 - 16. okt. 2025 | Frá 38.545 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (REK) | TilNice (NCE) | Báðar leiðir / Economy | 04. sep. 2025 - 11. sep. 2025 | Frá 44.395 kr.* Síðast skoðað: 2 dagar síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Nice
Hvað er við að vera?
Nice liggur í hjarta Frönsku Rivíerunnar. Hér er létt andrúmsloft og góð vín og veitingastaðir sem framreiða ljúffengt sjávarfang á hverju strái.
Það er auðvelt að njóta lífsins í Suður-Frakklandi. Fáðu þér göngutúr meðfram ströndinni, heimsæktu hreinræktaðan franskan sveitamarkað, spókaðu þig á Colline du Château í gamla bænum.
Prýðissafn af málaralist Frakka frá 19. og 20. öld má finna á söfnunum Musée Matisse og Villa Masséna Musée. Rómversk-kaþólska basilíkan Notre-Dame de Nice, sem er fagurlega staðsett innan um kýprusvið og pálmatré, gefur svo innsýn í ríka trúarhefð borgarinnar.
Þau ævintýragjarnari gætu svo viljað ferðast út fyrir borgina og heimsækja lofnarblómabreiðurnar við Valensole eða sigla út til hafs frá Port de Nice.
Hér eru ófá tækifærin til að upplifa þessa gleði andans eða joie de vivre sem Frakkar eru þekktir fyrir.
Ferðast um Nice
Best er að ferðast um Nice fótgangandi. Ströndin og helstu áfangastaðir ferðamanna eru í göngufæri frá miðbænum.
Ef þig langar að heimsækja örlítið fjarlægari staði, standa almenningssamgöngur til boða. Sporvagnar og strætisvagnar ganga til allra vinsælustu ferðamannastaðanna og bjóða upp á þægilegar tengingar við flugvöllinn og Nice-Ville lestarstöðina.
Leigubílar og Uber standa líka til boða, en eru auðvitað dýrari.
Almennt er ekki æskilegt að leigja bíla í Nice, vegna þess að erfitt er að finna stæði og í borginni er mikill umferðarþungi.
Nice á háannatímabili
Þar sem Nice er strandbær, þarf ekki að koma á óvart að hánnatíminn er yfir sumarmánuðina, frá maí og út ágúst.
Í miklum hiti er kjörið að dýfu sér í Miðjarðarhafið, þó að á ströndunum sé nokkuð þröngt á þingi.
Ef þú vilt fá að njóta veðurblíðunnar án mesta skarkalans, mælum við með heimsókn um vor eða haust - frá mars út maí og frá september út október.
Á þeim tíma ársins er kjörið að kíkja í skoðunarferðir og sleikja sólina, laus við ofsahita og mannþröng háannatímabilsins.
Nice yfir veturinn
Rólegt er í heimi ferðamennskunnar frá nóvember fram í mars.
Þá lækkar hitastigið niður í um 10° celcíus, þannig að sundferðir eru nokkurn veginn út úr myndinni, en það er áfram þægilegt að skoða sig um í borginni.
Þú færð ódýrasta flugið til Nice á þessum árstíma, fyrir utan tíma karnivalsins kjötkveðjuhátíðarinnar, seint í febrúar og út mars.
Hvenær sem þú vilt helst ferðast, mælum við að bóka flugmiðana til Nice með góðum fyrirvara, til að fá sem hagstæðast verð.
Verslað í Nice
Þau sem vilja versla eru á heimavelli í Nice. Hér eru fleiri en 6000 búðir sem bjóða upp á allt á milli himins og jarðar.
Svæðið Carré d'Or (eða gullna torgið) er þekkt fyrir lúxusverslanir þar sem nóg er af frægum vörumerkjum og hátískufatnaði. Við verslunargöturnar standa laufskrúðug tré og notaleg lítil kaffihús bjóða upp á tilvalið athvarf milli verslunartarna.
Fallegur gróður og hugguleg frönsk kaffihús prýða stræti hverfisins. Leggðu leið þína til Vieux Nice (eða Gömlu Nice) ef þú ert í leit að því nýjasta nýja og hvers kyns handverki.
Þú skalt heldur ekki láta rómaða götumarkaði borgarinnar fram hjá þér fara. Nóg er af blómasölum, matar- og flóamörkuðum, fornmunaverslunum og mörkuðum sem bjóða upp á landbúnaðarafurðir úr nágrenninu. Þér munu gefast mörg færi á að kanna þessa heillandi hlið á frönsku menningarlífi.
Út að borða við Frönsku Rivíeruna
Matargerð í Nice sækir innblástur til Miðjarðarhafsins og ítölsku Alpanna. Mikið er notast við helstu afurðir úr grenndinni, t.d. ólífur, möndlur, tómata og sardínur.
Sælkerar ættu ekki að láta salade nicoise fram hjá sér fara, og svo er tilvalið að ljúka máltíðinni með socca (flatbrauði sem er svipað og pönnukaka, búið til úr kjúklingabaunahveiti og ólífuolíu) í eftirrétt. Grænmetisrétturinn ratatouille á sér ófáa unnendur, þetta er staðgóður sveitamatur eins og hann gerist bestur.
Á hverju götuhorni í Nice eru veitingastaðir, barir og kaffihús sem bíða heimsóknar ferðalanga. Þú finnur fjölbreytt úrval matsölustaða nálægt hinu sögufræga torgi Place Masséna og einnig er kjörið að fara í vínsmökkun og dreypa á framleiðslu héraðsins.
Sjávarfang er með því allra besta sem býðst í Suður-Frakklandi og því ættu matargöt ekki láta Nice fram hjá sér fara.