Flug til Orlando með Icelandair, verð frá 87.415 kr.*
Flug til Orlando á næstu þremur mánuðum
Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (KEF)-
Orlando (MCO)Reykjavík (REK)-
Orlando (MCO)Reykjavík (REK)-
Orlando (MCO)Reykjavík (REK)-
Orlando (MCO)Reykjavík (REK)-
Orlando (MCO)* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Planaðu ferðalag til Orlando með góðum fyrirvara
Frá | Til | Fargjald | Dagsetningar | Verð |
---|---|---|---|---|
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 05. okt. 2025 - 08. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 06. okt. 2025 - 09. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 06. okt. 2025 - 10. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 06. okt. 2025 - 12. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 07. okt. 2025 - 10. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 07. okt. 2025 - 11. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 08. okt. 2025 - 14. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (KEF) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 08. okt. 2025 - 15. okt. 2025 | Frá 87.645 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
FráReykjavík (REK) | TilOrlando (MCO) | Báðar leiðir / Economy | 09. maí 2025 - 16. maí 2025 | Frá 89.205 kr.* Síðast skoðað: 1 dagur síðan |
* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.
Ferðalag til Orlando
Eitthvað fyrir alla í Orlando
Orlando er þungamiðja sólríkra þemagarða og virkar líkt og segull á fjölskyldur í sumarfríshugleiðingum um allan heim.
Efst á óskalistanum eru líklega hinn risastóri Disney World skemmtigarður og Universal Studios kemur sennilega rétt í kjölfarið. Eftir heimsókn þangað eiga börnin þín (og jafnvel þitt innra barn) eftir að ljóma af gleði!
Andstætt því sem margir halda, er Orlando meira en bara þyrping þemagarða. Í Florida finnurðu líka sólríkar strandir, líflegt næturlíf í Miami og þér gefst kostur á að fara í spennandi ferðalag á heimaslóðir krókódílanna.
Í miðborg Orlando má svo finna fjöldan allan af almenningsgörðum, lista- og menningarsöfnum, og mikið úrval veitingastaða.
Með Icelandair VITA er hægt að bóka pakkaferð til Orlando.
Hvenær er best að fljúga til Orlando?
Besti tíminn til að heimsækja Orlando er um vor eða snemma hausts. Á sumrin getur hitinn farið upp í 30°C og í þeim hita geta gönguferðir um skemmtigarðana reynt verulega á skrokkinn. Þar að auki taka heimamenn flestir sumarfrí í júlí og ágúst, með tilheyrandi örtröð í görðunum.
Ef þú átt kost á því, ættir þú að fara til Orlando yfir veturinn, frá október fram í maí. Himininn er yfirleitt heiður og blár og veðráttan mild en þú sleppur við hitasvækju sumarsins. Og þó að nóg sé af ferðamönnum í Orlando og Disney World allt árið um kring, eru þeir mun færri yfir vetrarmánuðina.
Gott er að bóka flugið til Orlando með fyrirvara til að fá sem hagstæðast verð.
Bestu skemmtigarðarnir í Orlando
Orlando býður upp á konunglegt úrval skemmtigarða. Hvar á að byrja? Líklega í Walt Disney World en með stofnun þessa fræga garðs var lagður grunnur að drottnun Orlando á sviði fjölskyldufría.
Inni í þessum risastóra „heimi“ eru fjórir þemagarðar (Magic Kingdom, Epcot, Animal Kingdom og Hollywood Studios), tveir vatnsgarðar, golfvellir, fjöldi hótela, veitingastaðir, verslunarmiðstöðvar og ótrúlegt magn af afþreyingu.
Í Orlando er líka að finna hinn stórkostlega Universal Orlando Resort, þar sem finna má Universal Studios, Wizarding World of Harry Potter og nýja Volcano Bay-vatnagarðinn.
Lífið utan skemmtigarðanna
Ef þú ert búinn að heimsækja stærstu og vinsælustu garðana en hefur enn lyst á meiru, þá þarf ekki að örvænta, það er nóg eftir!
Heimsókn í SeaWorld er ævintýraleg og nóg við að vera í að minnsta kosti heilan dag. Hér eru rússíbanar, hringekjur, bátar, mörgæsir, krókódílar og sýningar af ýmsu tagi.
Ef þú ert í stuði fyrir enn meira af krókódílum er um að gera að líta við í Gatorland.
Svo má ekki gleyma LegoLand Park, stærsta skemmtigarði sinnar tegundar í heiminum. Þú getur líka fengið aðgang að LegoLand Water Park á einum og sama miða.
Þau sem eru heilluð af alheimsfræðunum ættu svo ekki að láta Kennedy Space Center fram hjá sér fara.
Matsölustaðir í Orlando
Í þemagörðunum eru fjölmargir matsölustaðir sem bjóða mat fyrir alla aldurshópa.
En af nógu er að taka utan garðanna sömuleiðis, í borginni Orlando. Best er að byrja á Restaurant Row, margrómuðu svæði við Sand Lake Road nálægt Universal- og Disney-samstæðunum í hverfi sem kallast Doctor Phillips. Mörg stærstu nöfnin í veitingabransanum má finna hér og þessir staðir eru vinsælir. Því er ekki vitlaust að panta borð með fyrirvara.
Það er líka gaman að fara út að borða og fá sér drykk í hinu sögulega hverfi Winter Park, en það er í nokkurra kílómetra fjarlægð, norðaustur af miðbæ Orlando.
Við Park Avenue er svo enn meira úrval af verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum.
Verslunarmiðstöðvar í Orlando
Það kemur líklega engum á óvart að í þemagörðunum eru fjölmargar verslanir þar sem varningur merktur Disney er til sölu í massavís.
Orlando er líka kjörin fyrir þau sem vilja komast í búðirnar, nóg er af verslunarmiðstöðvum og tilboðsvörum.
Flestar aðalverslanirnar er að finna í Florida Mall. Þessi verslunarmiðstöð er undir berum himni og ekki langt frá flugvellinum.
Verslunarmiðstöðin við Millenia er minni (bara 150 verslanir... bara!) og hún er meira með lúxusvörumerki eins og Chanel og Gucci.
Ef þú ert að leita að vöru á góðum kjörum, bíður þín mikill fjöldi af útsölustöðum. Í þessum búðum finnur þú vörur sem voru framleiddar í of stóru upplagi, árstíðabundnar vörur eða vörur sem lækkaðar voru í verði vegna smávægilegra útlitsgalla.
Algengar upplýsingar varðandi ferðalög til Orlando
Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn
Hvernig er best að ferðast um Orlando?
Orlando er stórborg og hæpið að þú getir farið ferða þinna fótgangandi. Til að komast milli hverfa þarf að ferðast með bíl, stræstisvagni eða neðanjarðarlest.
Ef þú ert ekki með bíl á leigu, bjóða margir garðar upp á akstur til og frá gististað eða milli garða, með reglulegu millibili.Hvenær er ódýrast að fljúga til Orlando?
Flug er almennt ódýrara á köldustu mánuðum ársins: janúar og febrúar.
Hafðu í huga að Disney World í Orlando er mjög vinsæll áfangastaður allt árið um kring, svo það er gott að bóka flug og gistingu með góðum fyrirvara.