Flug til Pittsburgh með Icelandair, verð frá 72.035 kr.*

Flug til Pittsburgh á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
18. mar. 2025 - 25. mar. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
27. jan. 2025 - 31. jan. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
28. jan. 2025 - 04. feb. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
04. feb. 2025 - 11. feb. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
22. jan. 2025 - 27. jan. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
08. feb. 2025 - 14. feb. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
09. jan. 2025 - 12. jan. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Pittsburgh (PIT)
14. jan. 2025 - 21. jan. 2025
Frá
93.575 kr.*
Síðast skoðað: 1 dagur síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Pittsburgh (PIT)
07. jan. 2025 - 10. jan. 2025
Frá
121.140 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Pittsburgh (PIT)
20. jan. 2025 - 24. jan. 2025
Frá
121.140 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Pittsburgh (PIT)
23. des. 2024 - 30. des. 2024
Frá
121.140 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Pittsburgh (PIT)
21. jan. 2025 - 24. jan. 2025
Frá
121.140 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Pittsburgh með góðum fyrirvara

kr.
Planaðu ferðalag til Pittsburgh með góðum fyrirvara
Frá
Til
Fargjald
Dagsetningar
Verð
FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
23. mar. 2025 - 28. mar. 2025

Frá

72.035 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
26. mar. 2025 - 27. mar. 2025

Frá

72.035 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
28. ágú. 2025 - 29. ágú. 2025

Frá

71.995 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
22. apr. 2025 - 25. apr. 2025

Frá

71.995 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
04. júl. 2025 - 11. júl. 2025

Frá

71.995 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
29. apr. 2025 - 06. maí 2025

Frá

71.995 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
28. jún. 2025 - 02. júl. 2025

Frá

71.995 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráReykjavík (KEF)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
20. apr. 2025 - 24. apr. 2025

Frá

71.995 kr.*

Síðast skoðað: 1 dagur síðan

FráAkureyri (AEY)TilPittsburgh (PIT)Báðar leiðir
/
Economy
21. mar. 2025 - 25. mar. 2025

Frá

130.140 kr.*

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Pittsburgh

Pittsburgh í hnotskurn

Orðið Pittsburgh myndar vafalaust hjá mörgum hugrenningatengsl við stál og iðnað, en sú klisja lítur fram hjá sjarma menningarinnar og fagurgrænni mýkt almenningsgarða borgarinnar, sem stendur í andstöðu við hart og kalt stálið.

Næststærsta borg Pennsylvaníufylkis (hér búa um 300.000 manns) liggur að bökkum þriggja áa og er fyrir vikið ekki síður borg brúanna (þær eru 446, fleiri en í Feneyjum) en borg stálsins.

Árið 2024 hefjum við reglulegt áætlunarflug til Pittsburgh. Bókaðu ferð til þessarar blómlegu amerísku borgar, sem lengi hefur siglt svolítið undir radarinn.

Fylkið Pennsylvanía

Pennsylvanía er um 120.000 ferkílómetrar að flatarmáli og því örlítið stærri en Ísland. Á milli Pittsburgh og Fíladelfíu (e. Philadelphia) liggja um 500 kílómetrar og höfuðborg fylkisins, Harrisburg, er staðsett um það bil miðja vegu milli fyrrnefndra borga.

Nágrenni Pittsburgh er ríkt af sögu, skemmtunum og matarmenningu. Vötnin miklu, the Great Lakes, liggja norðan af borginni. Sé stefna tekin í norðvestur lendir þú í Cleveland, heimili Rock and Roll Hall of Fame.

Í suðaustur liggur svo fjallasvæðið Laurel Highlands, þar sem tilefni til útvistar eru ótalmörg og framúrstefnulegur arkitektúr ræður ríkjum.

Söfn í Pittsburgh

Það er ekki víst að safnamenning sé það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Pittsburgh ber á góma, en borgin hefur þó yfir að ráða fjölda safna og annarra menningarstofnana á heimsmælikvarða.

Margir tengja menningarfrömuðinn Andy Warhol við New York, en hann var borinn og barnfæddur í Pittsburgh. Andy Warhol safnið er stærsta safn Norður-Ameríku sem tileinkað er einum listamanni og þar er saman komið heimsins stærsta safn af verkum Warhol.

Á náttúrugripasafninu Carnegie Museum of Natural History kemstu í návígi við risaeðlurnar og sérð glæsilegt safn stórra demanta og litríkra eðalsteina. Á listasafninu Carnegie Museum of Arts má svo finna fjölda verka eftir helstu frumkvöðla impressjónismans, t.d. van Gogh, Monet og Matisse.

Hvað er við að vera í Pittsburgh?

Sækistu eftir útiveru? Þá er tilvalið að bregða sér í göngutúr í Point State Park, virða fyrir þér borgarlandslagið og stóra gosbrunninn sem markar staðinn þar sem árnar þrjár sem borgin byggist í kringum renna saman í eitt.

Komdu líka við í lystigarðinum Phipps Conservatory and Botanical Gardens þar sem stærðarinnar glerhýsi í anda Viktoríutímans tónar smekklega við grænt og blómlegt umhverfið.

Og ekki missa af lestarferð með hinni sögulegu Duquesne Incline lest, sem keyrir skarpt upp í mót og veitir útsýni yfir Pittsburgh og nágrenni.

Matur að hætti heimamanna

Nóg er um að vera á sviði matreiðslu í Pittsburgh, þú finnur hér fjölda nýrra veitingastaða með unga og ævintýragjarna kokka í broddi fylkingar. Sá matur sem Pittsburgh er best þekkt fyrir er aftur á móti hefðbundnari og á sinn hátt hversdagslegri.

Best er að mæta soltinn á hinn annálaða matsölustað Primanti Brothers sandwich, en þar færðu samloku með grilluðu kjöti, bráðnum osti, tómatsneiðum, hrásalati og frönskum á kantinum. Fá salöt myndu sigra í kaloríukeppni við hið svonefnda „Pittsburgh salad“, sem samanstendur af hefðbundinni salatblöndu með frönskum ofan á. Vel er við hæfi að dýfa frönskunum í Heinz tómatsósu, þar sem sú fræga fabrikka var stofnuð í Pittsburgh árið 1869.

Iðnaðurinn í Pittsburgh laðaði að sér vinnuafl hvaðanæva að og fjölbreytileikinn hefur lagt mark sitt á matargerðina. Víða standa til boða Pierogi soðkökur (e. dumplings) og pylsur af öllu mögulegu tagi. Í eftirrétt kemur svo aðeins eitt til greina, það sem heimamenn kalla Burnt Almond Torte. Þetta er bragðmikil kaka fyllt með vanillubúðingi og húðuð með ristuðum möndluflögum.

Hvar eru bestu bitarnir?

Ferðalangar í leit að ljúffengri máltíð hafa úr nógu að velja í Pittsburgh. Bestu bitarnir fást í hverfinu Lawrenceville, austur af miðbænum.

Stórborgarstemningin er mest miðsvæðis og í hjarta hans má finna svæði sem kallað er Cultural District. Hér úir og grúir af veitingastöðum, verslunum, leikhúsum, listagalleríum og almenningsgörðum.

Rétt norðan við miðbæinn finnur þú annað hverfi fyrir matgæðinga, Strip District, þar sem hægt er að smakka á matseld frá öllum heimshornum á sanngjörnu verði. Þetta er eitt af vinsælustu svæðum borgarinnar til að versla, fá sér einn drykk eða fara út að borða.

Líttu við í Heinz History Center til að kynna þér sögu þessa merka fyrirtækis og til að fá smjörþefinn af sögu borgarinnar.

Samgöngur í Pittsburgh

Vagn á vegum Pittsburgh Regional Transport (merktur 28x Airport Flyer) gengur milli miðbæjar Pittsburgh og alþjóðaflugvallarins.

Auðvelt er að ferðast fótgangandi um miðbæinn og almenningssamgöngur (strætisvagnar og léttlestir) liggja út í flest hverfi. Það er svo alveg sérstök upplifun að ferðast með Pittsburgh Incline lestunum, sem fikra sig upp eftir miklum bratta og upp að frábærum útsýnisstöðum.

Hægt er að hlaða niður sérstöku appi þar sem þú getur keypt staka miða eða samgöngupassa. Einnig er hægt að borga með peningum en þá fæst engin skiptimynt. Ferðlagið með léttlestinni milli miðbæjarins og North Shore er ókeypis.

Samgönguöpp á borð við Uber og Lyft eru vinsæl í Pittsburgh. Í góðu veðri má líka leigja hjól og þræða stígana sem liggja meðfram ánum þremur.

Lengri ferðalög út frá Pittsburgh

Gagnlegt er að taka bíla á leigu fyrir þau sem vilja kanna nágrennið í þaula.

Í vestur frá Pittsburgh eru 72 kílómetrar í landamærin að Ohio-fylki. Dagsferð til Cleveland er því góður kostur, sérstaklega til að heimsækja rokksafnið Rock and Roll Hall of Fame.

Sunnan af Pittsburgh bíður náttúrufegurð Laurel Highlands í öllu sínu veldi. Þar eru átta þjóðgarðar og aðgangur að þeim öllum er ókeypis. Kannaðu hella og heillandi jarðmyndanir í Laurel Caverns. Haltu síðan inn í Ohiopyle State Park þar sem rafting, sund, göngu- og hjólreiðaferðir standa til boða. Og ekki láta útsýnið frá Baughman Rock Vista fram hjá þér fara.

Í grennd við Ohiopyle má finna merkilegt hús, Fallingwater, sem hin heimsþekkti arkitekt Frank Lloyd Wright teiknaði árið 1935. Húsið er umkringt skógi og lítill foss er hluti af hönnun þess. Fallingwater er almennt talið eitt merkasta verk bandarísks arkitektúrs og er á Heimsminjaskrá UNESCO.