Flug til Raleigh-Durham með Icelandair, verð frá 73.415 kr.*

Flug til Raleigh-Durham á næstu þremur mánuðum

kr.

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
01. apr. 2025 - 06. apr. 2025
Frá
73.485 kr.*
Síðast skoðað: 11 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
27. mar. 2025 - 02. apr. 2025
Frá
73.485 kr.*
Síðast skoðað: 11 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
26. mar. 2025 - 02. apr. 2025
Frá
73.485 kr.*
Síðast skoðað: 11 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
19. mar. 2025 - 26. mar. 2025
Frá
73.485 kr.*
Síðast skoðað: 11 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
16. apr. 2025 - 23. apr. 2025
Frá
73.415 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
18. apr. 2025 - 23. apr. 2025
Frá
73.415 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
16. apr. 2025 - 19. apr. 2025
Frá
74.985 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (KEF)-

Raleigh-Durham (RDU)
21. apr. 2025 - 25. apr. 2025
Frá
74.985 kr.*
Síðast skoðað: 22 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Raleigh-Durham (RDU)
19. mar. 2025 - 24. mar. 2025
Frá
74.915 kr.*
Síðast skoðað: 2 dagar síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Reykjavík (REK)-

Raleigh-Durham (RDU)
24. mar. 2025 - 31. mar. 2025
Frá
80.685 kr.*
Síðast skoðað: 13 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Raleigh-Durham (RDU)
01. feb. 2025 - 04. feb. 2025
Frá
95.450 kr.*
Síðast skoðað: 5 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

Akureyri (AEY)-

Raleigh-Durham (RDU)
04. feb. 2025 - 08. feb. 2025
Frá
95.450 kr.*
Síðast skoðað: 5 klst. síðan
Báðar leiðir
/
Economy

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Planaðu ferðalag til Raleigh-Durham með góðum fyrirvara

kr.
Planaðu ferðalag til Raleigh-Durham með góðum fyrirvara
Frá
Til
Fargjald
Dagsetningar
Verð
FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
07. okt. 2025 - 10. okt. 2025

Frá

73.715 kr.*

Síðast skoðað: 11 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
07. okt. 2025 - 14. okt. 2025

Frá

73.715 kr.*

Síðast skoðað: 11 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
15. okt. 2025 - 21. okt. 2025

Frá

73.715 kr.*

Síðast skoðað: 11 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
24. apr. 2025 - 30. apr. 2025

Frá

73.415 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
27. apr. 2025 - 30. apr. 2025

Frá

73.485 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
30. apr. 2025 - 07. maí 2025

Frá

73.485 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
09. maí 2025 - 11. maí 2025

Frá

73.485 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (KEF)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
23. apr. 2025 - 30. apr. 2025

Frá

73.485 kr.*

Síðast skoðað: 22 klst. síðan

FráReykjavík (REK)TilRaleigh-Durham (RDU)Báðar leiðir
/
Economy
02. maí 2025 - 09. maí 2025

Frá

82.405 kr.*

Síðast skoðað: 2 dagar síðan

* Birt verð voru tekin saman á síðustu 72 klst. Möguleiki er að þau verði ekki lengur í boði þegar bókun á sér stað. Þú gætir þurft að greiða aukagjald fyrir viðbótarvörur og -þjónustu.

Ferðalag til Raleigh-Durham

An Icelandair plane flying overhead Raleigh Durham on a bright sunny day

Raleigh Durham í hnotskurn

Þríhyrningurinn í Norður-Karólínu er kannski ekki vel þekktur utan Bandaríkjanna en það er ómaklegt. Þrjár helstu borgirnar, Raleigh, Durham og Chapel Hill, mynda svokallaðan þríhyrning þekkingar.

Raleigh má með sanni kalla gósenland golfarans, hér eru fleiri en 40 golfvellir þar sem þú getur leikið listir þínar.

Icelandair býður flug á góðu verði til Raleigh-Durham. Þetta er rétti áfangastaðurinn ef þig langar að kíkja á strendurnar í Norður-Karólínu, upplifa ekta háskólastemningu og smakka góðan mat, eða óteljandi kraftbjóra.

Meðal áhugaverðra staða í nágrenni við Raleigh-Durham má nefna Blue Ridge Parkway í Norður-Karólínu, stórkostlegan fjallgarð sem hefur meðal annars að geyma þjóðgarðana Shenandoah og Great Smoky Mountains.

Besti tíminn til að heimsækja Raleigh-Durham

Bestu árstíðirnar í Raleigh-Durham eru, merkilegt nokk, vorið og haustið. Þá getur þú notið náttúrufegurðar svæðisins án hitasvækjunnar sem fylgir sumarmánuðunum.

Þar að auki er almennt rólegra yfir sumarið, þegar margir hinna fjölmörgu námsmanna sem halda til á svæðinu ferðast heim til fjölskyldu sinnar.

Vorið í Raleigh-Durham er bæði spennandi og seiðandi, en þá er veður milt (hitastig um 10-20℃), laufin græn á trjánum, höfug angan blóma í lofti og fjöldi menningarhátíða og viðburða af ýmsu tagi yfirstandandi.

Haustið í Raleigh-Durham er fullkomið fyrir þau sem sækjast eftir hressandi útiveru í mergjuðu landslagi, umvafin gul- og brúnlitaðri laufadýrð.

Þessi árstími er nokkuð kaldur, um 5-10℃, en náttúran er tignarleg og lífsandinn léttur og leikandi.

The Blue Mountains in Colorado, here pictured at sunset
Umstead Park pictured from across a body of water, with the trees lit up in autumnal colours

Merkilegir staðir í Raleigh-Durham

Höfuðborg Norður-Karólínu er falleg og gróðursæl borg, staðsett mitt á milli strandlengjunnar og fjalladýrðarinnar, góður útgangspunktur til kanna á allt það sem fylkið státar af.

Heimsókn í vinsælasta safn fylkisins er ókeypis og vel ferðalagsins virði. Á North Carolina Museum of Natural Sciences kemstu í návígi við merka gripi og vísindarannsóknir af ýmsu tagi: kannaðu risaeðlurannsóknarsetrið, beinagrind úr hvali, lifandi dýr og margt fleira.

Dýraunnendur ættu hiklaust að heimsækja Duke Lemur Centre í Durham: heimili fjölmennasta hóps lemúra utan Madagaskar.

Raleigh-Durham er líka þekkt sem mikil háskólaborg. Vinsælt er að heimsækja háskólasvæði þriggja víðfrægra háskóla: Duke University, Unviersity of North Caroline á Chapel Hill og North Carolina State University.

Hvað er við að vera í Norður-Karólínu?

Það er margt að sjá og uppgötva í Norður-Karólínu.

Great Smoky Mountains þjóðgarðinn er sá vinsælasti meðal ferðamanna í Bandaríkjunum. Það er ekki að ósekju, fagurgrænn skógurinn, villt dýralífið og fossarnir í allri sinni dýrð heilla gesti upp úr skónum. Fjöllin eru kölluð “the smokies” eða „reykfjöllin“ þar sem alltaf er stutt í þokumóðuna. Haldið upp til fjalla seint um vor fyrir villtar blómabreiður, eða á haustin fyrir litríka fegurð haustlaufanna.

Það eru 450 km frá Raleigh til þjóðgarðsins en ferðalag um þjóðvegi Norður-Ameríku svíkur engan – Asheville er oft talinn svalasti bær Bandaríkjanna og gengur líka undir heitinu höfuðborg bjórsins í BNA. Þar eru flest brugghús miðað við höfðatölu í Bandaríkjunum!

Það er einnig gaman að keyra um Blue Ridge Parkway en það er einmitt vinsælasti vegkafli Bandaríkjanna. Þetta er 755 km löng leið meðfram Blue Ridge-fjallgarðinum og tengir saman þjóðgarðana Shenandoah og Great Smoky Mountains.

Ef þú hefur áhuga á sögu flugsamgangna ætti strandsvæði Norður-Karólínu að vekja áhuga þinn - heimsæktu Wright Brothers minnisvarðann við Kitty Hawk. Þar fóru Wright bræður í fyrsta vélknúna flugið árið 1903.

The Great Smoky Mountains pictured at sunset, where the mountains are covered in a light mist
The Holy Name of Jesus Cathedral in Chapel Hill, here pictured from an overhead view

Viðburðir í Raleigh-Durham

Nóg er af viðburðum á svæðinu í kringum Raleigh-Durham allt árið um kring.

Á vorin er haldin sérstök heimildarmyndahátíð: The Full Frame Documentary Film Festival. Hún stendur yfir í fjóra daga og þar getur að líta verk um 100 kvikmyndagerðarmanna.

Á sumrin er hin líflega hátíð Festival for the Eno aðal aðdráttaraflið, en þar njóta gestir lifandi tónlistar, lista og handverks, matar og drykkjar. Við mælum eindregið með þessari hátíð.

Á haustin koma sci-fi-aðdáendur saman á North Carolina Comic-Con og fagna list, tónlist og annarri menningu tengdri vísindaskáldsögunni.

Á veturna eru svo haldinn fjöldi hátíða af ýmsu tagi. Sérstaklega má mæla með hinni árlegu Kwanzaa hátíð.

Bestu bitarnir í Raleigh-Durham

Raleigh og Durham eru meðal vanmetnustu áfangastaðanna fyrir matgæðinga við austurströndina.

Fjölbreytt menning svæðisins veitir aðgang að kræsingum hvaðnæva að í heiminum.

Krispy Kreme og Pepsi koma frá Norður-Karólínu en við mælum þó með fjölbreyttara fæði á meðan ferðalagið stendur yfir.

Ástríða Norður-Karólínubúa er fólgin í BBQ (sérstaklega svínakjöti) og réttum sem einkennir Suðurríkin (djúpsteiktur kjúklingur, “biscuits and gravy”), en við strandlengjuna er hægt að smakka bragðgott sjávarfang hverrar árstíðar fyrir sig.

Þetta og meira er allt fáanlegt innan þríhyrningsins sem og utan hans – hvort sem það er beint frá býli, hversdagsmatur og fínni matseld. Raleigh og Durham eru nauðsynlegir áningarstaðir fyrir matgæðinga og toppa reglulega lista fyrir góða veitingastaði í suðrinu.

A tree-lined street in Durham, NC, with restaurants and bars on both sides of the street