Pingdom Check


Gefðu frí um jólin

Áttu í vandræðum með að velja gjöf sem hittir í mark hjá þínum nánustu? Hvað með að gefa ávísun á flugferð en láta viðtakandanum eftir að velja hvaða land skuli leggja undir fót?

Áttu gjafabréf eða ertu að hugsa um að kaupa?

Vinnur þú 500.000 króna gjafabréf?

Við ætlum að gefa fimm heppnum 100.000 kr. jólagjafabréf sem við drögum út á hverjum mánudegi fram að jólum. Síðasti vinningurinn, gjafabréf að upphæð 500.000 kr., verður svo dreginn þann 23. desember.

18. nóvember 100.000 kr.
25. nóvember 100.000 kr.
2. desember 100.000 kr.
9. desember 100.000 kr.
16. desember 100.000 kr.
23. desember 500.000 kr.

Það er einfalt að taka þátt: Allir sem kaupa gjafabréf fyrir andvirði 10.000 kr. eða meira, hvort heldur greitt er með peningum eða Vildarpunktum, fara sjálfkrafa í pottinn.

Hvert gjafabréf sem þú kaupir eykur líkurnar á að nafnið þitt verði dregið út. Fimm gjafabréf fimmfalda þannig vinningslíkurnar.

Nýr vinningshafi verður dreginn alla mánudaga fram að jólum í Bítinu á Bylgjunni. Síðasta gjafabréfið verður dregið út í Reykjavík síðdegis á Þorláksmessu.

Bókaðu hvaða flug sem er með Icelandair innan fimm ára

Gjafabréfin okkar gilda sem peningagreiðsla upp í öll flug Icelandair

Engar takmarkanir eru á ferðatíma eða lengd dvalar umfram reglu fargjalds hverju sinni. 

Gjafabréfin gilda í fimm ár frá útgáfudegi.

Svona kaupir þú gjafabréf

Með korti: Þú velur mynd, upphæð gjafabréfsins og gjaldmiðil og bætir svo við fallegum skilaboðum til þess sem fær gjafabréfið. Þegar það lítur út eins og þú vilt hafa það, geturðu lokið við kaupin.

Með Vildarpunktum: Smelltu á Kaupa gjafabréf Icelandair á Saga Club reikningnum þínum. Næst velurðu fjölda Vildarpunkta, svo fjölda gjafabréfa og á síðasta skjá staðfestir þú kaupin. Athugaðu að útlit og texti gjafabréfa er staðlað þegar þau eru keypt með Vildarpunktum.

Svona notar þú gjafabréf

Þegar þú hefur valið flug og það kemur að því að greiða fyrir flugið í bókunarferlinu, skaltu smella á Nota aðra greiðslumáta. Þá opnast gluggi þar sem þú getur slegið inn einn eða fleiri gjafabréfakóða. Það er ekki hægt að nota gjafabréfin eftir að búið er að bóka, heldur aðeins á meðan þú bókar flugið.

Beðið verður um greiðslukortaupplýsingar í ferlinu sem öryggisráðstöfun, jafnvel þó að öll ferðin sé greidd með gjafabréfum. Ef gjafabréfið dugir ekki fyrir greiðslu fyrir flugið verður eftirstandandi upphæð gjaldfærð af greiðslukorti. Eftir að bókun lýkur færðu sendan rafrænan farmiða og kvittun í tölvupósti.

Gakktu úr skugga um að þú lesir vel yfir skilmála fyrir gjafabréf, þar sem þeir geta verið mismunandi eftir tegundum gjafabréfa.