Pingdom Check

Nettenging og afþreying alla leið

Viðskiptavinum okkar bjóðast þrjár mismunandi leiðir til að tengjast netinu eða afþreyingarkerfi á meðan ferðalagi stendur. Við bjóðum bæði upp á Wi-Fi um borð í nánast öllum flugvélunum okkar auk þess að selja eSIM gagnamagnspakka þegar komið er á áfangastað. Síðan er líka í boði að horfa á kvikmyndir og þætti í afþreyingarkerfinu okkar um borð. Kynntu þér úrvalið hér að neðan.

Frá brottför til lendingar

Öllum farþegum sem ferðast í vélum okkar af gerðinni Airbus 321 og Boeing 757, 767 og 737 stendur nú til boða þráðlaust net, frá því að stigið er um borð þar til komið er á áfangastað.

  • Farþegar á almennu farrými geta fengið aðgang að þráðlausa netinu á einu tæki, gegn vægu gjaldi. 
  • Farþegar sem fljúga með Saga Premium eða Saga Premium Flex, fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
  • Saga Gold félagar fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
  • Félagar í Saga Club geta greitt fyrir aðgang að netinu með Vildarpunktum.

Vinsamlegast athugið að þráðlaust net (Wi-Fi) er ekki í boði í þeim flugvélum okkar sem notaðar eru í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.

Verð á þráðlausu neti

Þegar þú ert komin/n inn í Wi-Fi kerfið, býðst þér að borga með Vildarpunktum.

Ísland - EvrópaÍsland -
Norður-Ameríka
Airbus A321LR, Boeing 737 MAX - til að vafra á netinu, skoða tölvupóst, streyma efni€12€24
Boeing 757 / 767 – til að vafra á netinu og skoða tölvupóst€6 €12

Aðgangur að þráðlausa netinu

Þráðlausa nettengingin er breytileg milli flugvéla. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvernig skal tengjast þráðlausa netinu og um eiginleika tengingarinnar sem býðst í vélunum.

Öllum farþegum sem ferðast í vélum okkar af gerðinni Airbus 321 og Boeing 757, 767 og 737 stendur nú til boða þráðlaust net, frá því að stigið er um borð þar til komið er á áfangastað.

  • Farþegar á almennu farrými geta fengið aðgang að þráðlausa netinu á einu tæki, gegn vægu gjaldi. 
  • Farþegar sem fljúga með Saga Premium eða Saga Premium Flex, fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
  • Saga Gold félagar fá gjaldfrjálsan aðgang að þráðlausa netinu á tveimur tækjum.
  • Félagar í Saga Club geta greitt fyrir aðgang að netinu með Vildarpunktum.

Vinsamlegast athugið að þráðlaust net (Wi-Fi) er ekki í boði í þeim flugvélum okkar sem notaðar eru í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.

,

Þegar þú ert komin/n inn í Wi-Fi kerfið, býðst þér að borga með Vildarpunktum.

Ísland - EvrópaÍsland -
Norður-Ameríka
Airbus A321LR, Boeing 737 MAX - til að vafra á netinu, skoða tölvupóst, streyma efni€12€24
Boeing 757 / 767 – til að vafra á netinu og skoða tölvupóst€6 €12
,

Þráðlausa nettengingin er breytileg milli flugvéla. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvernig skal tengjast þráðlausa netinu og um eiginleika tengingarinnar sem býðst í vélunum.

,

Hvernig tengist ég þráðlausa netinu?

  1. Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé stillt á flugstillingu á meðan á fluginu stendur. Virkjaðu svo þráðlausa netið á tækinu. 
  2. Veldu „Icelandair Internet Access“.
  3. Opnaðu vafra að eigin vali og farðu á slóðina http://icelandair.viasat.com til að tengjast vefgátt Icelandair. 
  4. Gegnum vefgátt Icelandair kemstu á þráðlaust net, getur flakkað um vefinn, skoðað tölvupóst/textaskilaboð og streymt kvikmyndum eða öðru efni í gegnum þína eigin streymisveitu að eigin vali.

Við hverju má búast? 

  • Þú getur notað þráðlausa netið um borð til að flakka um vefinn, skoða tölvupóst/textaskilaboð og streymt kvikmyndum eða öðru efni í gegnum streymisveitu að eigin vali. 
  • Hraðinn á nettengingunni veltur ekki á því hversu margir um borð eru að nota tenginguna samtímis. 
  • Tengingin er virk allt flugið, allt frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði.
,

Hvernig tengist ég þráðlausa netinu?

  1. Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé stillt á flugstillingu á meðan á fluginu stendur. Virkjaðu svo þráðlausa netið á tækinu. 
  2. Veldu „Icelandair Internet Access“.
  3. Opnaðu vafra að eigin vali og farðu á slóðina wifi.icelandairwifi.com til að tengjast vefgátt Icelandair.
  4. Gegnum vefgátt Icelandair kemstu þráðlaust á netið, getur flakkað um vefinn og skoðað tölvupóst. Tengingin er ekki ákjósanleg til að streyma efni sem kallar á hraðara niðurhal.

    Við hverju má búast?

    • Gagnahraðinn er álíka og á 3G-tengingu. 
    • Hafðu í huga að þráðlausa netið um borð virkar ekki jafn hratt og á jörðinni og er því hvorki hentugt til þess að streyma tónlist né myndböndum. 
    • Hraðinn á nettengingunni veltur á því hversu margir um borð eru að nota tenginguna samtímis. 
    • Tengingin er virk allt flugið, allt frá því að þú sest í sætið þitt og þar til þú gengur frá borði.
      ,

      Við bjóðum upp á frábært úrval skemmtiefnis um borð! Allt frá nýjustu bíómyndunum yfir í frábært safn íslenskrar tónlistar. Þér á ekki eftir að leiðast frá því við förum í loftið og þangað til við lendum aftur.

      Vinsamlegast athugið að í innanlandsflugi og flugi til Grænlands, er ekki boðið upp á afþreyingarkerfi.

      ,

      Persónulegt afþreyingarkerfi í hverju sæti

      Fjölbreytt úrval kvikmynda og sjónvarpsþátta

      Tónlist af öllu tagi

      Efni fyrir börn

      Ef þú ert ekki með heyrnartól meðferðis getur þú keypt þau um borð

      ,

      Icelandair eSIM gerir þér kleift að tengjast netinu allt ferðalagið án nokkurrar fyrirhafnar. Það getur verið bæði kostnaðarsamt og óútreiknanlegt að hafa kveikt á gagnareiki (e. data roaming) erlendis en eSIM þjónustan veitir auðvelda og hagstæða lausn á þessum vanda.

      ,

      eSIM er rafrænt SIM kort sem getur létt ferðalöngum lífið með því að koma í veg fyrir óvænt útgjöld vegna gagnareikis erlendis.

      eSIM er byggt inn í búnað snjallsímans og því má geyma upplýsingar eins og gagnamagn í símbúnaðinum sjálfum frekar en á fysísku SIM korti eins og venjan er. Gagnamagni verður því hlaðið beint inn á eSIM kortið og hægt er að vafra á netinu án trafala.

      Við viljum benda á að einungis er hægt að festa kaup á gagnamagni. Icelandair eSIM getur ekki boðið viðskiptavinum nýtt símanúmer sem má nota til símhringinga.

      ,

      Gagnareiki erlendis getur oft verið ófyrirsjáanlegt en margir kannast eflaust við það að vera sífellt að fylla á gagnamagn sem eyðist ofurhratt og borga fyrir það háar upphæðir. Einnig getur nettengingin sjálf verið misgóð á milli svæða og oftar en ekki tímafrekt að leita uppi og kaupa nýtt SIM kort þegar komið er á áfangastað.

      Viðskiptavinir okkar geta nú keypt eSIM kort á hagstæðu verði gegnum nýjan samstarfsaðila okkar, eSIM Go. Í sameiningu bjóðum við upp á ferðapakka sem gera þér kleift að vera í netsambandi í rúmum 150 löndum, þar af öllum okkar áfangastöðum. Sum svæði bjóða upp á 5G nethraða.

      Það er einfalt að setja upp eSIM pakkann þinn. Þú þarft einungis að skanna inn QR kóða sem þú færð sendan eftir að þú kaupir þinn fyrsta ferðapakka. Á örfáum mínútum verður hægt að setja upp gagnareiki erlendis, og fylla á eftir þörfum.

      ,,
      1. eSIM ferðapakkar eru keyptir á Icelandair eSIM vefnum en það er líka hægt að skoða úrval pakka hér.
      2. Eftir fyrstu kaup berst þér QR kóði sem þú notar til að setja upp eSIM pakkann í símanum þínum. Hér má nálgast leiðbeiningar um uppsetningarferlið.
      3. Nú er komið að því að virkja ferðapakkann í símstillingunum með því að kveikja á gagnareiki/Data Roaming undir Mobile Data í símstillingum. Gildistími pakkans byrjar um leið og búið er að virkja eSIM pakkann.
      4. Það er auðvelt að fylgjast með stöðu gagnamagns og gildistíma inná eSIM aðganginum þínum en slíkan aðgang má stofna inná Icelandair eSIM vefnum eða með því að fylgja hlekknum sem þú fékkst sendan í tölvupósti.

      Þú færð SMS tilkynningu þegar þú hefur virkjað pakkann, þegar 80% af gagnamagni hefur verið notað og þegar gagnamagnið hefur klárast. Það er einfalt að bæta við gagnamagni með því að skrá þig inn á Icelandair eSIM vefinn og fylla á pakkana sem eru í gildi.

      ,

      Það er hægt að endurnýta og fylla á eSIM kortið allt að tólf mánuðum eftir að það var keypt. Þá er einnig hægt að kaupa eSIM ferðapakka fyrir vini og fjölskyldu og deila QR kóðunum með þeim.

      ,

      Allir ólæstir iPhone símar af gerðinni iPhone XS (2018) eða nýrri bjóða upp á eSIM þjónustuna. Sama gildir um nýrri Android síma.

      Hér má nálgast lista yfir síma sem bjóða upp á eSIM.

      ,

      Icelandair eSIM er í boði eSIM Go sem hefur yfirsjón með vefnum þar sem ferðapakkarnir eru í boði. Skyldu koma upp einhver vandamál t.d. með nettengingu þá biðjum við þig að hafa samband við þjónustuver eSIM Go. Hér getur þú sent inn beiðni um aðstoð. Við kaup á ferðapakka samþykkir þú þjónustuskilmála eSIM Go.

      ,

      Hér má nálgast lista yfir algengar spurningar.