Athugið að ferðin skal hefjast á Íslandi til þess að nota afsláttarkóðann.
Saga Club félagar fá Vildarpunkta og Fríðindastig skráð inn á Saga Club reikninginn sinn um 24-48 tímum eftir að flugið er flogið.
Innifalið á Economy Standard: Flug, flugvallarskattar, ein innritun taska (allt að 23 kg), ein 10 kg handfarangurstaska, sætaval í boði, Vildarpunktasöfnun, óáfengir drykkir í boði, afþreyingarkerfi.
Innifalið á Saga Premium: Flug, flugvallarskattar, tvær 32 kg innritaður töskur, 10 kg handfarangurstaska, forgangsinnritun, Saga Lounge aðgangur og öðrum betri stofum, hraðleið í gegnum öryggisleit, forgangur um borð í vél, betra sæti, matur, drykkur, aðgangur að þráðlausu neti um borð og aukinni Vildarpunktasöfnun.
Hægt er að nota Vildarpunkta sem greiðslu, ýmist að fullu eða að hluta til, með því að blanda saman Vildarpunktum og annarri greiðsluleið. Til þess að nota Vildarpunkta til þess að greiða fyrir flug, getur þú annað hvort skráð þig á Saga Club reikninginn þinn í bókunarflæðinu eða á greiðslusíðunni.
Athugaðu að félagar safna einnig Vildarpunktum þegar þeir nota Vildarpunkta.
Ferð verður að hefjast á Íslandi, lágmarksdvöl er aðfararnótt sunnudags eða þrír sólarhringar á áfangstað. Síðasti heimferðardagur er síðasti dagur ferðatímabils sem gefinn er upp hér að ofan.
Breytingar eru ekki leyfðar á tilboðinu, en hægt er að nýta tilboðið upp í skráð fargjald, gegn greiðslu fargjaldamismunar.
Endurgreiðsla er ekki í boði.
Frá 1. maí til 30. september eru brottfarar- og flugvallargjöld 1.000 kr. hærri en frá 1. október til 30. apríl.
Sætaframboð er takmarkað.
Upphæð á sköttum og gjöldum er háð gengi dagsins.
Af tæknilegum ástæðum, gæti verið örlítill mismunur á verðunum sem birtast á þessari síðu og verðunum í bókunarvélinni.