Pingdom Check

Frábært verð til Billund fyrir Saga Club félaga!

Saga Club félögum býðst 40% afsláttur til Billund á Economy Light og Economy Standard með kóðanum BLL40 sem virkja þarf í bókunarvél Icelandair.

Afslátturinn er í boði 7. - 8. ágúst, hvort sem greitt er með Vildarpunktum eða öðrum greiðsluleiðum, en ekki er veittur afsláttur af sköttum og gjöldum.

Ferðatímabilið er frá 1. september – 28. október, 2024.

Til þess að nota punkta til þess að greiða fyrir flug, getur þú annað hvort skráð þig inn á Saga Club reikninginn þinn í bókunarflæðinu eða á greiðslusíðunni sem kemur upp í lokaskrefi bókunar og valið þar fjölda punkta.

Til þess að safna punktum fyrir flugið er mikilvægt að muna eftir að setja inn Saga Club númer í bókun. Félagar safna einnig punktum þegar greitt er með punktum.

Billund fyrir unga sem aldna

Ógleymanlegar minningar fyrir börnin leynast í Billund. Skemmtigarðurinn Legoland, sumarhúsahverfið Lalandia, með vatnagarði, minigolfi og fleira ásamt menningarhúsinu Lego House ganga úr skugga um að allir skemmta sér í bænum. Veitingastaðir í Billund bjóða upp á endalausar barnvænar kræsingar fyrir alla frá matvöndum til ævintýragjarnra.

Bærinn er kjörinn útgangspunktur fyrir ferðalög um Jótland – þú getur skellt þér til borgarinnar Árósa og notið safna, hönnunar og heimsfrægrar danskrar matseldar – allt frá Michelin-stjörnum til strangheiðarlegrar pylsu. Eða til elsta bæjar Danmerkur, Ribe, að sjá einstakan arkitektúr í Christiansfeld eða veiða ostrur í Vadehavet-þjóðgarðurinn – svo hvort sem þú vilt fjöruga fjölskylduferð eða helgarferð í borgina, frí fjarri klið hversdagsins þá hentar Billund þér og þínum.