Við leggjum okkur fram við að koma til móts við þarfir barna og foreldra á ferðalagi.
Hér fyrir neðan má sjá úrval fjölskylduvænna áfangastaða og yfirlit yfir þau kjör og þjónustu sem stendur barnafjölskyldum til boða hjá Icelandair.
Þægilegt fjölkyldufrí
Heimaborg Lególands
Disney, Universal Studios, vatnagarðar o.fl.
Vinsælasti áfangastaður fjölskyldunnar
Paradís fjölskyldunnar
Tívólíið, strendur og flottir garðar
Það á að vera gaman að ferðast!
Um borð geta börnin valið um úrval afþreyingar, horft á nýtt og gamalt barnaefni, kvikmyndir og þáttaraðir, og hlustað á tónlist. Öll fá heyrnartól til afnota, skemmtilega þrautabók og lítið dót sem þau mega eiga.
Við bjóðum börnum sömuleiðis upp á fría hressingu án endurgjalds.
,Farangursheimild
Hjá okkur fá börn sömu handfarangursheimild og fullorðnir og kerrurnar fljúga með að kostnaðarlausu.
Einnig mega forráðamenn koma með samþykktan barnabílstól með sér um borð fyrir barnið að sitja í á meðan á fluginu stendur.
Að bóka fyrir börn
Nánar um flug með börnum og ungbörnum
,Við vitum að það getur verið yfirþyrmandi fyrir litlar manneskjur að fara einar í flug. Þess vegna pössum við sérstaklega vel upp á börn sem ferðast án foreldra.
Við fylgjum þeim út í vél, þau fá að setjast fyrst inn, eru nálægt áhöfninni allt flugið og eru síðust út eftir lendingu.
Nánar um fylgdarþjónustu Icelandair
,Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmiðið er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til að ferðast ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 og fagnar því tuttugu ára afmæli um þessar mundir.
Sjóðurinn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair, með söfnun myntar um borð í flugi og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og á söluskrifstofu Icelandair. Einnig koma til frjáls framlög og viðburðir.