Á Alicante er að finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa; náttúrufegurð Miðjarðarhafsins, ríka sögu og fjölbreytta menningu. Við fljúgum til Alicante allan ársins hring.
Gran Canaria er gjarnan líkt við smækkaða heimsálfu enda eru þar að finna eldfjöll, gljúfur, sandöldur, strendur, fossa, skóga og vínhéröð – allt í akstursfjarlægð. Við fljúgum til Gran Canaria frá október til apríl.
Höfuðborg Portúgals, Lissabon, er lifandi og skemmtileg með sínar bröttu hæðir og fallegu náttúrugarða. Hún á sér merkilega sögu og það er ógrynni af spennandi möguleikum til að skoða og upplifa. Við fljúgum tvisvar í viku til Lissabon frá október til mars.
Þægilegt loftslag, öruggt umhverfi, sól, sandur og allar nauðsynjar í göngufæri – Tenerife hefur að geyma hina fullkomnu uppskrift að fjölskyldufríi. Við fljúgum til Tenerife allan ársins hring.
Orlando er þungamiðja sólríkra þemagarða og virkar líkt og segull á fjölskyldur í fríi um allan heim. Við fljúgum til Orlando í september - maí.
Kíktu á strendur Norður-Karólínu, upplifðu ekkta háskólastemmningu og smakkaðu ljúffengan mat – eða óteljandi kraftbjóra. Við fljúgum til Raleigh Durham allan ársins hring.
Leitaðu uppi næsta ævintýri og bókaðu pakkaferð á tilboði með Icelandair VITA.
Veldu tímasparnað, hagstæð kjör, öryggi og gæði.
Tilboðin eru uppfærð reglulega þannig að fylgstu með og draumaferðin þín gæti verið handan við hornið.