Jólamarkaðir og sigling á Dóná
28. nóvember - 3. desember
Munchen, Þýskalandi - Engelhartszell, Vín og Linz Austuríki - Bratislava, Slovakíu.
Stutt ferðalýsing
Siglt á milli jólamarkaði í yndislegum bæjum og borgum við Dóná. Á A-Rosa Donna er siglt og gist í fjórar nætur á þessu yndislega skipi þar sem siglt er og farið í land og jólamarkaðir og fl. Skoðað.
29. Nóvember er flogið með Icelandair til Munchen og ekið á hótel þar sem gist er eina nótt, síðan er ekið til Engelhartszell í Austurríki þar sem farið er um borð um miðjan dag. Siglt af stað kl. 17:00. Næsta morgun er siglt fram hjá Wachau á leiðinni til Vínarborgar þar sem komið er kl. 13:00 og deginum eitt í þar. Síðan er siglt til Bratislava og hálfur dagur í höfn áður en siglt er til Linz í Austurríki áður en siglt er aftur til Engelhartszell. Komið í land að morgni og ekið þá aftur til Munchen og flogið heim til Keflavíkur kl. 13:05 og lent í Keflavík kl. 16:00
Donna frá A-Rosa skipafélaginu
Donna var smíðað árið 2002 og skráð í Þýskalandi, hún er 124,5 m á lengd og 14.4 m á breidd. Það eru 100 káetur um borð og ber hámark 206 gesti. Káetur eru annarsvegar með gluggum og einnig eru káetur með svölum sem kallast Julette Svalir ( Opnanlegar hurðir með handriði). Klefarnir eru vel útbúnir Öryggishólfi,loftkælingu,sjónvarpi,hárblásara, baðherbergi með sturtu og sloppur og ullarteppi eru í herbergjunum.
Á 4. dekki er útisvæði með puttsvæði, stóru taflborði, upphitaðri sundlaug og fl. Auk þess sem um borð er líkamsrækt, gufuböð,snyrtistofa, veitingastaður og bar svo fátt eitt sé nefnt.
Flug upplýsingar
Flugnúmer | dags | Flugvöllur | kl. | Flugvöllur | kl. |
---|---|---|---|---|---|
FI532 | 28.nóvember | Keflavík | 07:20 | Munchen | 12:05 |
FI 533 | 3.desember | Munchen | 13:05 | Keflavík | 16:00 |
Siglingaleiðin.
Dagur | Áfangastaður | Koma | Brottför |
---|---|---|---|
29. nóvember | Engelhartszell, Austurríki | 17:00 | |
30. nóvember | Siglt um Wachau dal um morguninn | ||
30. nóvember | Vínarborg, Austurríki | 13:00 | 23:30 |
1. desember | Bratislava, Slóvakíu | 05:00 | 13:00 |
2. desember | Linz, Austurríki | 14:00 | 22:00 |
3. desember | Engelhartszell, Austurríki | 07:00 |
Fimmtudagur 28. Nóvember Keflavík - Munchen.
Flogið með Icelandair til Munchen kl. 07:20 að morgni og lent í Munchen kl. 12:05. Ekið á hótel í Munchen þar sem gist er eina nótt á Courtyard Munich City sem er 4ra stjörnu hótel vel staðsett í Munchen. Dagurinn frjáls en fararstjóri mun fara með hópinn á jólamarkað og fl. Skemmtilegt.
Föstudagur 29. Nóvember Munchen – Engelhartszell í Austurríki.
Morgunverður á hótelinu. Um hádegi er lagt af stað og ekið til Engelhartszell í Austurríki þar sem tékkað er inn á Donna, skipið sem gist verður í næstu 4 næturnar. Síðan er lagt af stað kl. 17:00. Notið þess sem í boði er um borð og síðan er kvöldverður og skemmtun.
Laugardagur 30. Nóvember Wachau og Vínarborg
Um morgunin er siglt um Wachau dalinn sem er undurfagur 32 km langur, áður en komið er til Vínar.
Vín er höfuðborg Austurríkis og er alveg einstök borg. Íbúar hennar hljóma eins og þeir séu að syngja þegar þeir tala. Vinarborg á sér marga fallega staði og sérstaklega á aðventunni þegar jólamarkaðirnir tæla til sín fólk með kanillykt, punch og sætindum. Jólatónlist um allt og falleg handverk sem freista í þessari fallegu borg. Stoppað í Vínarborg frá kl. 13:00 – 23:30 svo það er einnig hægt að njóta kvöldsins.
Sunnudagur 1. desember Bratislava, Slóvakíu
Í Bratislava búa um það bil 450,000 einstaklingar en borgin er staðsett á vinstri bakka Dónár. Borgin er ung höfuðborg – reyndar sú yngsta í Evrópu. Í gamla bænum má sjá leifar af veldi Austurríkis-Ungverjalands, hvar sem farið er um. Þessi afslappaða borg í barokk- og rókókóstíl með hallir og menningu, list og kaffihús, er fullkominn staður til að ráfa um, njóta fallegra kennileita og slaka á í leiðinni. Donna leggst að bryggju eldsnemma þennan morgunin og stoppar til kl. 13:00.
Mánudagur 2. desember Linz, Austurríki.
Síðasti viðkomustaður í þessari siglingu um Dóná er Linz sem iðar af menningu og sannkölluðum lisaverðmætum. Á aðventunni er hún sérstaklega falleg og skemmtileg. Mikið er af Jólamörkuðum. Allir komast í jólaskap á Christkindlmarkt sem einfaldlega er dásamlegur.
Þriðjudagur 3. desember Engelhartszell – Munchen - Keflavík.
A- Rosa Donna kemur til havnar kl. 07:00 að morgni og þá er það bara síðasti morgunverðurinn um borð og um kl. 08:00 er rútan komin og þá er ekið beint á flugvöllinn í Munchen og flug heim til Íslands er kl. 13:05 og lending kl. 16.00