Pingdom Check

Sigling og jólamarkaðir

Ógleymanleg sigling á aðventu
2-9. desember.

Frankfurt, Köln, Germersheim/Speyer, Strassbourg, Mainz, Koblens Þýskalandi  

strassbourg_france_rin_christmas.jpg

Stutt ferðalýsing 
Flogið með Icelandair til Frankfurt í morgunflugi 2. desember og ekið á hótel í Köln þar sem gist er eina nótt fyrir siglingu. 3. desember er farið um borð í A- Rosa Silva og siglt af stað kl 17:00 síðan er hver bærinn og borgin heimsótt alls 5 staðir sem allir eru rómaðir jólamarkaðsbæjir. Komið síðan í land aftur í Köln 8. desember og þá er ekið til Koblenz, þar er gist eina nótt og floigið heim um miðjan dag 9. desember frá Frankfurt 

Flug listi 

FlugnúmerdagsFlugvöllurkl Flugvöllurkl
FI5202. desemberKeflavík07:25Frankfurt12:05
FI5219. desemberFrankfurt13:05Keflavík15:55

A_Rosa_River_Cruise.jpg

 Siglingaleiðin.  

DagurÁfangastaðurkomaBrottför
3. desemberKöln, Þýskalandi 17:00
4. desemberRudesheim, Þýskalandi10:0018:00
5. desemberGermersheim/Speyer, Þýskalandi08:0019:00
6. desemberKehl (Strassbourg), Þýskalandi ( Frakklandi)07:0018:00
7. desemberMainz, Þýskalandi06:0012:00
7. desemberSiglt fram hjá Lorelay, eftir hádegið  
7. desemberKoblenz, Þýskalandi18:3021:30
8. desemberKöln, Þýskalandi 05:00 

 

Eftir að skógarnir sem náðu út í Rínarfljóteið hafa verði fjarlægðir, þá hefur Rín liðast rólega áfram næstum alla leið frá upptökum til sjávar. Það er undursamlegt að sigla með fljótabát í nokkra daga og láta jólastressið hverfa. Sigla rólega meðfram kastölum, höllum og klaustrum og að gamla bænum sem nú er búið að klæða í jólabúningin. Þar er hægt að skoða og versla auk þess sem gaman er að smakka margs konar nasl eins og bökuð epli og púns undir fallegri tónlist brass bands.  

jolamarkadur_christmas_market_koln.jpg

Mánudagur 2. desember Frankfurt - Köln  
Flogið til Frankfurt með Icelandair í morgunflugi kl. 07:25 lending í Frankfurt kl. 12:05. Það bíður rúta og ekið er til Kölnar og tekur aksturinn um tvær klukkustundir. Komið á hótel Mercure Severinhof þar sem gist er í eina nótt fyrir siglingu. Örstutt er á jólamarkaðina frá hótelinu.  

a-rosa_flora_silva_1.jpg

Þriðjudagur 3. desember A-Rosa Silva  
Morgunverður á hótelinu og um miðjan dag er ekið að skipi og tékkað inn. Silva leggur af stað kl. 17:00. Kvöldverður og skemmtun er á skipinu öll kvöld.  

rudesheim_rin_sigling.jpg

Miðvikudagur 4. desember Rudesheim, Þýskalandi  
Íbúar bæjarins skilgreina stærsta aðdráttaraflið, hið heimsfræga Drosselgasse stræti, sem „144 metra af joie de vivre“ eða lífsgleði. Þetta er miðja rómantísku stefnunnar í Rínarborg sem varð fjölda skálda og tónlistarmanna að innblæstri en sem dæmi samdi Brahms þriðju sinfóníuna sína á þessum slóðum. Rüdesheim er best þekkti staðurinn á Rheingau svæðinu og þar eru fjölmörg menningarleg kennileiti, glæsilegar byggingar og virki. Það sem fullkomnar svo heimsóknina til borgarinnar og nærsvæðis hennar er bolli af Rüdesheim kaffi sem kemur frá bænum. Jólamarkaðurinn í Rudesheim gengur undir nafninu Jólamarkaður Þjóðanna eða “Christmas Market of Nations. Þar sem er boðið upp á vörur frá yfir 20 þjóðum frá þremur heimsálfum. 

speyer_germany_rin.jpg

Fimmtudagur 5. desember Germersheim/Speyer, Þýskalndi. 
Við efri hluta Rínar er Germersheim sem er aðeins í um 20 km fjarlægð frá Speyer þar sem Silva kemur að landi, hún er yfir 2000 ára gömul. Speyer er einn elsti miðaldabær í Þýskalandi. Jólamarkaðurinn er blanda af hefð, menningu og gleði. Jólamarkaðurinn er töfrum líkastur og kemur fólki í jólaandann. 

strassbourg_france_cruise_rin.jpg

Föstudagur 6. desember Kehl (Strassbourg) Þýskalandi ( Frakklandi).
Í dag er það Srassbourg í Frakklandi. Strassbourg er ein af þsessum gömlu borgum með miðalda timburhúsum og glæsilegum borgarhöllum. Hápunkturinn er dómkirkjan og hægt er að horfa yfir gömlu timburhúsin af útsýnispallinum. Njótið dagsins í franska hluta Rínarhéraðsins.  

mainz_germany_christmas_rin.jpg

Laugardagur 7. desember Fyrir hádegi Mainz, Þýskalandi 
Mainz bleibt Mainz (eða ‘Mainz er alltaf Mainz’) er meira en bara máltæki því þessi fullyrðing lýsir hinum afslappaða lífsstíl sem íbúar borgarinnar eru stoltir af. Þetta viðhorf gerir borgina að ánægjulegum viðkomustað fyrir ferðamenn því hér er tekið einstaklega vel á móti nýju fólki. Tvö þúsund ára saga Mainz gerir borgina að einni af elstu borgum Þýskalands og í henni getur þú séð söguna lifna við á hverju götuhorni. Missið ekki af því að heimsækja sögulega jólamarkaðinn á Domplatz. Upplýsta og skreytta dómkirkjan mun án efa heilla. 

loreley_cliff_rin.jpg

Laugardagur 7. desember siglt um Loreley eftir hádegið  
Siglt meðfram Loreley klettinum sem er 132m hár og skagar út í Rín. Kletturinn gefur frá sér bergmál og segir sagan að falleg mey hafi kastað sér út í Rín í örvæntingu yfir trúlausum elskuhuga og breyttist í sírenu sem kokkaði sjómenn til glötunar.  

koblenz_rin_germany_river_cruise.jpg

Laugardagur 7. desember Koblenz, Þýskalandi kvöld 
Í siglingunni um Rín gefst tækifæri til að skoða Koblenz. Saga borgarinnar nær aftur um yfir 2000 ár sem gerir hana eina af elstu borgum í Þýskalandi. Borgarmyndin er falleg og þar eru fjölmörg sögu- og menningarleg kennileiti. Skoðaðu hallirnar í Koblenz, virðulegar byggingar, glæsileg íbúðarhús, þröng stræti og rómantísk götuhorn. Njóttu útsýnisins á meðan A-ROSA siglir meðfram hinu fræga Deutsches Eck, nesinu þar sem árnar Mósel og Rín mætast. Njótið Kvöldsins í Koblenz.  

koln_cologne_christmas_markadur.jpg

Sunnudagur 8. desember Köln, Þýskalandi. 
Komið aftur í land í Köln snemma morguns, eða um kl. 05:00 en byrjað á morgunveði og síðan er farið frá borði. Rúta bíður hópsing og ekið er til Koblenz á hótel Mercure Koblenz þar sem gist er síðustu nóttina. Þá er hægt að skoða og njóta Koblenz að degi til.  

koln_cologne.jpg

Mánudagur 9. desember Koblenz – Frankfurt heimferð 
Eftir morgunverð á hótelinu er ekið til Frankfurt, aksturinn tekur rétt rúma klukkustund  og flogið heim til Keflavíkur. Flugið er kl. 13:05 og lending kl. 15:55  

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Sigling skv ferðalýsingu

Sigling

Gististaðir

Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu