Kjarnaskógur. Hlíðarfjall. Listagilið. Hof. Eyrin. Þelamörk. Sveitin. Þetta eru ekki bara samhengislaus orð, heldur dæmi um allt það góða sem Akureyri og nágrenni hefur upp á að bjóða.
Hvort sem þú ert hjólandi, gangandi eða með bíl, í hóp eða sóló er létt að gera skemmtilega hluti í þessum víðfræga höfuðstað norðurlands. Náttúran tekur á móti þér um leið og þú lendir og það eina sem þú þarf að pæla í er hvað á að gera fyrst. Sjarmi Akureyrar sér svo alveg um rest.
Hægt er að bæta við hótelgistingu í bókunarferlinu.
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Hægt er að bæta við hótelgistingu í bókunarferlinu.
- Bíl skal skilað á sama stað og sama tíma og hann er tekinn annars leggst á aukagjald sem nemur einum sólarhring.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.