Pingdom Check


Skíðagöngunámskeið á Ísafirði. Skemmtileg hreyfing og frábærir þjálfarar

Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda og í dag má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga. Ísafjörður er skíðagöngubærinn, og ekkert er betra en að koma vestur til að læra á gönguskíði eða taka næstu skref.

Skíðagöngunámskeiðin "Bara ég og stelpurnar" eru í boði á völdum dagsetningum frá fimmtudegi til sunnudags.

Á þeim tíma tökum við 5-6 tækni og úthaldsæfingar, förum yfir umhirðu skíða og hvernig er að standa á ráslínunni í Fossavatnsgöngunni svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðin eru getuskipt og taka mið af markmiðum þátttakenda. Allt frá því að ná grunnfærni yfir í að standa á ráslínunni fyrir keppni.

Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í tæp 20 ár og státa af frábærum þjálfurum með reynslu og metnað. Kennt er á skíðagöngusvæðum Ísfirðinga; Seljalandsdal og Tunguskógi. Hið fyrra er sérstaklega gott gönguskíðasvæði, jafnvel það besta á landinu, en það gæti verið örlítið hlutdrægt.

Námskeiðin hefjast á fimmtudagskvöldi og eru búin á hádegi á sunnudegi.

Dagsetningar í boði: 8.-11.febrúar, 14.-17.mars og 4-.7.apríl.

Innifalið í pakkaferðinni:

Flug báðar leiðir, skattar og gjöld, innrituð taska (20kg), innrituð skíði, handfarangur (6kg) og námsskeiðspakkinn.

Innifalið í námskeiðspakkanum:

Gisting í þrjár nætur á Hótel Ísafirði ásamt morgunverðarhlaðborði.

Tveir hádegisverðir, þrír kvöldverðir, fimm til sex æfingar, brautargjald, rúta á æfingar, og til og frá flugvelli.

Innifalið í pakkanum

fráISK 134.800 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu