Pingdom Check


Nær en þig grunar

Beint flug með Icelandair til Færeyja verður 5 til 6 sinnum í viku frá 1. apríl til 26. október 2025.

Flugið frá Íslandi tekur að öllu jöfnu minna en tvær klukkustundir.

Í boði eru pakkaferðir til Færeyja, flug og bíll á völdum dagsetningum á þessu tímabili. Í boði er að bæta hóteli við í bókunarferlinu.

Vágar er alþjóðaflugvöllurinn í Færeyjum og mælum við með að staldra þar við og skoða í upphafi ferðar eða við lok. Það eru 18 eyjar sem mynda Færeyjar sem staðsettar eru um það bil miðja vegu milli Íslands, Noregs og norðurhluta Skotlands. Á eynni er úrval fjalla sem henta vel fyrir göngur, tilkomumiklir fossar og hrikalegir en ægifagrir klettadrangar. Eins er fuglalíf eyjanna engu líkt.

Í Þórshöfn sem er höfuðstaður Færeyja er að finna allt sem prýða þarf höfuðborg eins og lista-og sögusafn, miðbæ, byggingarlist fyrri tíðar, veitingastaðir og ýmis konar menningarstarfsemi.

Það tekur u.þ.b. 35 mínútur að keyra frá Vágar flugvellinum inn í Þórshöfn.

  • Í boði er að bæta hóteli við í bókunarferlinu.
  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.
  • Bíl skal skilað á sama stað og sama tíma og hann er tekinn annars leggst á aukagjald sem nemur einum sólarhring.

Innifalið í pakkanum

Flug Færeyjar

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 20 kg
Handfarangurstaska 6 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Bílaleigubíll

Á mann m.v. tvo í bíl
Ótakmarkaður akstur
VSK og CDW kaskótrygging

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 56.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu