Gautaborg er önnur stærsta borg Svíþjóðar sem gaman er að heimsækja með fjölskyldu og vinum. Hún býður upp á skemmtilegar hátíðir, góðan mat og einnig barnvænt umhverfi. Einnig er þar að finna skemmtigarðinn Liseberg sem er stærsti skemmtigarðurinn á Norðurlöndunum.
Pakkaferðir í boði fimmtudag til sunnudags frá 19. júní til 31. ágúst.
Hér er hægt er að bóka ýmsa afþreyingu í Gautaborg og nágrenni
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.