Morungverðir innifalinn. Útritun er klukkan 11:00 sunnudaginn 26. Janúar. Hótelið getur geymt farangurinn þangað til rútur fara út á leikvang klukkan 14:30. Rúturnar geyma farangurinn þangað til farið verður út á flugvöll eftir leiki dagsins
Dagskrá:
24. janúar 2025
Keflavík - Zagreb: Brottför frá Keflavík með FI1554 klukkan 07:40, lending í Zagreb klukkan 13:00. Rútur fara með farþega klukkan 13:30 á Hótel Zonar Zagreb. Hótelið geymir farangurinn fyrir farþega, ef herbergin eru ekki tilbúin
Rútur fara með farþega klukkan 14:30 á leikvanginn Arena Zagrebtil að sjá leiki dagsins. Farþegar koma sér sjálfir á hótel eftir leiki dagsins
25. janúar 2025
Frjáls dagur
Hjálmar Örn skemmtikraftur ætlar að standa fyrir "Quiz" á hótelinu klukkan 11:00. Skemmtilegir vinningar í boði.
26. janúar 2025 - Heimferðardagur
Farþegar koma farangri sínum út í rútur sem fara klukkan 14:30 á leikvanginn Arena Zagrebtil að sjá leiki dagsins.
Rútur fara með farþega eftir leiki dagsins klukkan 22:00 út á flugvöll.
Brottför frá Zagreb með FI1555 klukkan 00:55 aðfaranótt 27. janúar, lending í Keflavík. klukkan 04:15 aðfaranótt 27. janúar
Starfsfólk á vegum Icelandair verða með í för
Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
Athugið að sætaframboð er takmarkað og Icelandair áskilur sér rétt til að fella niður ferðina ef næg þátttaka næst ekki.