Tryggðu þér miða á ísköld jól í Laugardalshöll.
Strákabandið Iceguys hefur heldur betur fest sér sess í hjörtum landsmanna og mikil eftirvænting verið eftir endurkomu þeirra. Enda um ár síðan þeir stigu síðast á stokk á uppseldum tónleikum í Kaplakrika. Það er því mikið fagnaðarefni að þeir félagar ætla að endurtaka leikinn þann 14. desember næstkomandi.
Um tvenna tónleika er að ræða, fjölskyldutónleika kl. 17 og kvöldtónleika kl. 21. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að berja hið eina sanna íslenska strákaband augum.
Bókaðu allan pakkann hjá okkur:
- Miða á tónleika í Laugardalshöll 14. desember kl. 21:00.
- Miðarnir eru í stæði, ef óskað er eftir sæti í stúku má hafa samband við okkur hér.
- Flug frá Akureyri, Ísafirði eða Egilsstöðum á dagsetningum að eigin vali (innan ákveðins tímabils)
- Hótelgistingu (valkvætt, ef hótelgisting er í boði á valdri dagsetningu)
Nánari upplýsingar:
- Miðarnir verða sendir rafrænt á það netfang sem gefið var upp við bókun.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
Góða skemmtun!