Jól í Eldborg Hörpu 8.desember.
Stórsöngkonurnar Hera Björk og Margrét Eir koma til með að flytja helstu jólaperlur Frostrósa á einstökum jólatónleikum í Eldborg Hörpu þann 8.desember klukkan 21:00. Ásamt þeim verða á sviði einvala hljómsveit, strengjasveit, frábærir kórar og góðir gestir. Má þar nefna þau Dísellu Lárusdóttur Grammy verðlaunahafa og Ara Ólafsson sem er án vafa einn efnilegasti söngvari þjóðarinnar.
Icelandair er með pakkaferð á þennan viðburð, flug og miða frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Í boði er að bæta hóteli við í bókunarferlinu. Miðarnir sem eru í boði í pakkaferðinni gilda í sal, bekkur 23. Sjá nánar um viðburðinn hér