Pingdom Check


Flogið frá Keflavík

Pakkaferðir til Kulusuk, á slóðir nágranna okkar á Austur-Grænlandi.

Flug, gisting og skoðunarferð um Kulusuk, ef ferðast er á tímabilinu mars til maí.

Flug, gisting og bátsferð í Kulusuk, ef ferðast er á tímabilinu maí til september.

Farþegar komast í kynni við forna menningu Inúíta sem birtist meðal annars í forkunnarfögru handverki úr rostungstönn og beini.

Flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til bæjarins Kulusuk (KUS). Flugið tekur aðeins 2 klst.

Í boði eru pakkaferðir sem innihalda: Flug, gistingu á Hotel Kulusuk með morgunverði, skoðunarferð ef ferðast er á tímabilinu mars til maí, bátsferð ef ferðast er á tímabilinu maí til september. Akstur til og frá flugvelli í Kulusuk á vegum hótelsins.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Sjá ferðáætlun hér að neðan.

Innifalið í pakkanum

Flug Grænland

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 20 kg
Handfarangurstaska 6 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting

Gisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn

Bátsferð eða skoðunarferð

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld
Dagur 1Velkomin til Kulusuk

Flug frá Keflavík til Kulusuk.

Eftir lendingu, akstur frá flugvelli á Hótel Kúlusuk

Gisting á Hotel Kulusuk í tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi, morgunverður innifalinn alla daga.

Hótel Kulusuk er fallega staðsett við strönd á eyjunni Kulusuk í Austur Grænlandi. Hótelið er í innan við nokkurra mínútna akstur frá Kulusuk flugvellinum og í 30-mínútna göngfjarlægð frá þorpinu. Þetta er eina hótel í Kulusuk og hér er geta menn komist í snertingu við einstaka lífsstíl í veiðimannasamfélagi Inúíta.

Hótelherbergin eru með fjalla- og sjávarsýn, hvert með sérbaðherbergi, síma og sjónvarpi. Á hótelinu er líka mjög rúmgóður veitingastaður og slökunnarrými.

Hótelið býður einnig upp á margvíslega þjónustu eins og Wi-Fi, leigu  á veiðibúnaði og fjallahjólum, auk úrvals sumar- og vetrarferða. Minjagripaverslun hótelsins býður upp á hefðbundin listaverk heimamanna.

Hotel Kulusuk - B-1500 - 3915 Kulusuk – Sími: +299 98 69 93


Dagur 2 (þú getur lengt ferðina)Skoðunarferð Kulusuk eða bátsferð

Morgunverður á hótelinu.

Sumar: Bátsferð – Ísjakar og jöklar

(maí-sept) 2 klst

Í þessari ferð verður siglt á litlum opnum bát (stöðugur og öruggur) sem gefur okkur færi á að komast í nánd við ísinn í öllum sínum myndum. Siglt verður um ísjaka og íshellur í friðsælum Kulusuk firði. Frá Kulusuk eyjunni verður siglt yfir fjörðinn innan um flatar íshellur, en þær verða til þegar sjórinn frýs, á meðan ísjakar verða til þegar ísinn brottnar af skriðjöklum og dettur í sjóinn. Í þessum firði er að verki Apusiaajik skriðjökullinn. þegar yfirborð sjávar hækkaði eftir síðustu ísöld, voru hlutar af Grænlandsjökli aðskildir frá meginlandinu og er Apusiaajik jökull einn af þeim - Þar sem jökullinn er ekki lengur virkur, getur báturinn komist næstum alveg að ísnum sem gerir okkur kleift að skoða hina heillandi blöndu af ís, mold og berg sem náttúruöflin mótuðu í þúsundi ára.

Bátsferð 2 klst. 

Vetur: Skoðunarferð Kulusuk

(mars-maí) 2 klst

Á vetrarmánuðum hverfur vegurinn til þorpsins Kulusuk undir snjó. Snjóþekjan getur náð allt að 4 metra hæð. Þá verður gert ráð fyrir akstur í þorpið á vélsleða eða fjórhjóli, eftir því sem aðstæður leyfa. Í þorpinu eru ísbjarna- og hvalveiðar enn míkilvægir atvinnuvegir sem skipta hagkerfi bæjarfélagsins miklu máli.

Í Kulusuk búa um 240 manns og er þorpið fagurlega staðsett á samnenfdri eyju með fjallasýn allt um kring. Eyjan sem er að stærð rétt um 8 km frá norðri til suðurs og 11 km vestri til austurs. Hún er töluvert hæðótt og með nokkra tignarlega fjallstinda.

Í þorpinu Kulusuk er verslun, skóli og kirkja auk minjasafns sem við heimsækjum í skoðunarferðinni.

Við fáum innsýn í það hefðbundna Grænland sem er smátt og smátt að hverfa, þar sem sífellt fleira fólk úr svona litlum þorpum akveðir að flýtja í stærri og nútímalegri bæjarfélög.

Skoðunarferð 2klst.


Síðasti dagurinnFrjáls dagur eða heimferðardagar

Frjáls dagur eða heimferðardagur. Fer eftir lengd ferðar

Heimferðardagur:

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför hjá þeim farþegum sem bókuðu 4ja nátta pakkaferðina.

Útskráning af hóteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hótelinu.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli.

Frjáls dagur:

Tasiilaq er stærsti bær á Austur Grænlandi. Á austur-grænlensku þýðir Tasiilaq “Eitthvað sem líkist stöðuvatni”.

Í Tasiilaq eru um 1500 íbúar og þar með stærsti bær á Ammassalik svæðinu.  Tasiilaq bær liggur rétt sunnan við norður-heimskautsbaug og á sumrin eru dagarnir langir og bjartir, en norðurljósin ráða ríkjum á veturna.

Tasiilaq ber enn merki upphaflegrar menningar og lífskjara. Íbúar lifa einkum af veiðum og þjónustu. Rúm hundrað ár eru frá því að fyrstu Evrópumennirnir komu á svæðið, byggðu hús og stofnuðu þorpið.

Gististaðir

fráISK 179.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu