Pingdom Check

Borg menningar og lista

Borgarferðir til Madrid þar sem lífleg menning og listir blómstra. Í þessari höfuðborg Spánar eru aragrúa af veitingastöðum, falleg torg á borð við Plaza Mayor, Plaza de Cibeles og Puerta del Sol, fjölbreyttar verslanir og skemmtilegt mannlíf.
Á markaðnum El Rasto er úrval af vörum á borð við antíkmuni, fatnað og safngripi.
Í La Latina-hverfinu er að finna girnilega tapasbari, allt frá hefðbundnum réttum til tapas með nútímalegu ívafi. Réttir eins og tortilla de patatas (spænsk eggjakaka), croquetas (krókettur) og patatas bravas (kryddaðar kartöflur) eru klassískir réttir sem vert er að prófa.

Gaman er að hjóla um götur Madrid eða fara í gönguferð með leiðsögumanni og kynnast ríkri sögu borgarinnar og töfrandi byggingarlist. Almenningssamgöngur eru einnig mjög góðar og aðgengilegar og auðvelt að komast á milli kennileita.

Hér má finna upplýsingar um og bóka skemmtilega afþreyingu sem er í boði í Madrid og nágrenni!

Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

fráISK 95.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu