Menningar og hlaupaferð
Beint flug með Icelandair fimmtudaginn 24 apríl og til baka mánudaginn 28 apríl (mögulegt að framlengja)
Gist á Hotel Beau Rivage 4 stjörnu hóteli með morgunverði í miðbænum
Akstur frá flugvelli á hótel á fimmtudagskvöldið
Létt skokk í boði gegnum Nice á föstudagsmorgni til að gleðja fæturnar og kynnast svæðinu (valfrjálst).
Skemmtileg íslensk leiðsögn í gegnum gamla bæinn, höfninn og kastalahæðina á föstudags eftirmiðdag. (valfrjálst)
Laugardagsmorgunn sækjum við hlaupagögn og fáum okkur kaffi og croissant.
Laugardags eftirmiðdagur er frjáls.
Hálfmaraþon eða önnur hlaup á sunnudagsmorgun!
Sunnudags eftirmiðdagur er frjáls.
Mánudagur: Dagsferð til Mónakó, Menton og Eze með íslenskumælandi leiðsögumanni.
Akstur frá hóteli að flugvelli á mánudagskvöld.