Nice liggur í hjarta Frönsku Rivíerunnar. Það er margt hægt að sjá og gera í Nice, eins og að ganga meðfram strönd borgarinnar, heimsækja franska sveitamarkaði eða ganga upp kastalahæðina til að sjá rústir gamla kastalans. Nice er þekkt fyrir létt andrúmsloft, góð vín og veitingastaði sem framreiða ljúffenga rétti.
Nice er einnig paradís fyrir verslunarunnendur enda eru 6000 verslanir í Nice. Svæðið Carré d'Or er þekkt fyrir lúxusverslanir þar sem nóg er af frægum vörumerkjum og hátískufatnaði. Við verslunargöturnar standa laufskrúðug tré og notaleg lítil kaffihús. Ef þú vilt frekar kíkja í tískuvöruverslanir og hönnunarbúðir skaltu halda í gamla bæ Nice, Vieux Nice, fyrir fágætari muni.
Markaðir Nice eru eitt af því sem gera borgina ómótstæðilega – þar finnur þú blómasala, matarvagna, flóamarkaði, antíkmarkaði, matarmarkaði sem bjóða suður-franskt lostæti og ótal margt fleira.
Njóttu lífsins í Suður-Frakklandi!