Pingdom Check

Borgarganga – Þjóðminjasafnið, gamla nýlenduhöfnin og grænlenskur tapas í Katuaq

Pakkaferðir til Nuuk á Grænlandi sem oft er nefnd litríkasta borg norðurskautsins.

Nuuk mætti kalla höfuðborg norðurheimskautsins þar sem náttúrufegurðin er engri lík.

Flogið er frá Keflavíkurflugvelli (KEF) til NUUK (GOH). Flugið tekur 3 klst. og 45 mín.

Ferðin inniheldur, flug, gistingu á Hans Egede með morgunverði og borgarganga með leiðsögn. Ferðin tekur u.þ.b. 1 1/2 klst.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim!
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni

Sjá ferðáætlun hér að neðan.

Innifalið í pakkanum

Flug Grænland

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 20 kg
Handfarangurstaska 6 kg
Sætaval
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting

Gisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður innifalinn

Borgarganga með leiðsögn

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld
Dagur 1Velkomin til Nuuk

Flug frá Keflavík til NUUK.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli (leigubílar fyrir utan flugstöð)

Gisting: Hotel Hans Egede. Aqqusinersuaq Nuuk 3900, Greenland

Hotel Hans Egede er gott 4ja stjörnu hótel. Herbergin eru rúmgóð með sérbaðherbergi, morgunverður innifalinn alla daga.

Hotel Hans Egede er 5-hæða hótel, staðsett við aðalgötu borgarinnar með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin sem gefur tilfinningu fyrir nálægð við náttúruna. Þar sem hótelið er staðsett í hjarta höfuðborgarinnar gefur dvölin þar góð tækifæri til að kynnast hinnu líflega bæjarlífi. Stutt er í allar verslanir og veitingastaði og einnig að gömlu höfninni. Á torginu fyrir framan Brugsen er venjulega sala á notuðum hlutum og eftir árstíðum er hægt að kaupa afurði sem náttúran biður upp á - allt frá steinbítshrognum á vorin til berja síðsumars. Á hótelinu eru veitingastaðir og bar. Gestir hafa einnig aðgang að líkamsræktaraðstöð hotelsins og það er ókeypis nettenging


Dagur 2 (þú getur lengt ferðina)

Skoðunarferðin - borgargangan er daginn eftir komu til Grænlands.

Skoðunarferð: Borgarganga – Þjóðminjasafnið, gamla nýlenduhöfnin og grænlenskur tapas í Katuaq. Ferðin tekur um 3 klukkustundir

Gangan hefst í nýlenduhöfninni þar sem húsin standa eins og þegar þau voru byggð fyrir u.þ.b. 300 árum. Farið er framhjá gömlum hvalspiksvinnslubúnaði, Hans Egedes húsinu, skúlptúr Sednu – móður hafsins og vexti Hans Egede við gömlu kirkjuna. Á útimarkaðinn þar sem seldur er nýveiddur fiskur, selur og hreindýr. Næst er gengið framhjá grænlenska þinginu að menningarmiðstöðinni Katuaq í miðjum bænum. Í þessari fallegu byggingu sýnir staðbundinn listamaður oft á sumrin.

Ferðinni fylgir heimsókn á Þjóðminjasafnið. þar er að finna gripi frá öllum tímum og siðmenningar á Grænlandi.

Ferðinni lýkur á kaffihúsinu í Katuaq þar sem boðið er upp á grænlenskan tapas. Á disknum er smakkað af mismunandi tegundum af harðfiski og kjöti ásamt rækjum, hörpuskel og öðrum staðbundnum gæðamatvörum.

Eftir hádegismat eru góðir verslunarmöguleikar skammt frá Katuaq


Síðasti dagurinnHeimferðardagur eða frjáls dagur

Heimferðardagur eða frjáls dagur, fer eftir lengd ferðar

Heimferðardagur:

Morgunverður.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum fram að brottför

Útskráning af hóteli er fyrir kl. 10:00. Hægt að geyma farangur í hótelinu.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli.

Frjáls dagur

Morgunverður.

Frjáls dagur til að skoða sig um á eigin vegum.

Á sumrin og fram á haustið er hægt a taka þátt í skoðunarferðum, meðal annars er boðið upp á hvala- eða lundaskoðunarferðir, auk annarra bátsferða eins og til Qoorn

Nuuk er hið grænlenska heiti á höfuðstað Grænlands sem á dönsku nefnist Godthåb og var áður fyrr stundum nefndur Góðvon á íslensku.

Það var Hans Egede trúboðinn sem stofnaði Godthåb sem trúboðsstöð og verslunaraðsetur í umboði Danakonungs árið 1728. Hið opinbera nafn bæjarins, Nuuk, er frá því að Grænland öðlaðist heimastjórn árið 1979. Nuuk þýðir „tangi“ á grænlensku. Nuuk er hluti af sveitarfélaginu Sermersooq og íbúafjöldi er um 18.000 (2019).

Nuuk stendur við Davissund á suðvesturströnd Grænlands, á tanga á milli tveggja fjarað sem skerast djúpt inn í landið. Það má segja að bærinn skiptist í tvennt, annars vegar í gamla bæjarhluta sem nefndur er "Kolonihavnen" og eru þar aðallega byggingar frá 18. og 19. öld og hins vegar í nýrri hluta með nútímalegum fjölbylishúsum og arhítektur síðari hluta 20. aldar.

Í miðbænum eru hugguleg kaffihús og veitingastaðir, bíó, verslunarmistöð og hótel. Náttúrufegurðin er engu lík. Til að fá sem besta útsýni er mælt með að fara upp í útsýnisturninn í gömlu höfninni.

Gististaðir

fráISK 159.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu