Gott úrval af íbúðum og húsum á Orlando svæðinu sem eru vel útbúin og fullkomið að eyða sumarfríinu með stórfjölskyldunni. Húsin eru með allt frá 4 svefnherbergjum til 9 svefnherbergja og taka því allt að 26 manns í gistingu.
í boði eru:
Hægt er að bóka hús eða íbúðir fyrir allt að 9 manns í bókunarvélinni, ef fjölskyldan eða hópurinn er stærri, er hægt að hafa samband við söluráðgjafa í síma 5050100 eða senda fyrirspurn á netfangið [email protected].
Vinsamlega athugið að þegar bókunin hefur verið staðfest (stór hús) komum við til með að fá frekari upplýsingar frá umboðsaðila okkar eins og heimilsfang og aðrar upplýsingar. Í framhaldi fáið þið póst varðandi þær upplýsingar sent á það netfang sem gefið var upp við bókun.
Áhugaverðir staðir í nágrenninu:
- Disney World
- Universal Studios
- SeaWorld
- Legoland
- Veitingastaðir og verslanir
The Mall at Millennia býður upp á smá glaðning við komu í The Mall at Millennia. Þú þarft aðeins að sýna þetta gjafakort þegar þú leggur bílnum og í afgreiðslunni.
- Gjafakortið gildir fyrir eina fjölskyldu / hóp og má nota einu sinni.
- Þú þarft að vera 18 ára eða eldri til að nota gjafakortið.
Gott að vita:
- Ýmis afþreying er í boði í Orlando og nágrenni og hægt er að bóka hér.
- Eftir bókun, er sendur póstur til farþega með upplýsingum varðandi heimilisfang og staðsetningu hússins.
- Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim.
- Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.