Borgarferð til Prag svíkur engan. Þar er að finna fjölbreytt mannlíf, skemmtileg torg og fallegar byggingar.
Eitt helsta tákn borgarinnar er Karlsbrúin. Skemmtilegt að taka gönguferð yfir brúna og skoða barrokkstytturnar og fallegu ljósastaurana. Í Prag ríkir mikil kaffimenning og þar er að finna flott kaffihús á hverju strái. Varðandi verslun, þá er hægt að finna allt sem hugurinn girnist. Allt frá vinsælum minjagripum, flóamörkuðum og hátískuvörum en þær eru að finna á Pařížská-stræti í gamla bænum og einnig eru fjölmargar verslanir við Na Příkopě-breiðgötuna.
Hér má finna upplýsingar um og bóka skemmtilega afþreyingu sem er í boði í Prag og nágrenni!
Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.