Pingdom Check

Sumarhús Lalandia - Rødby

Flug til og frá Kaupmannahöfn

Sumarhús Lalandia í Rødby í Danmörku. Pakkaferðir í boði allt árið.

Flogið er til og frá Kaupmannahöfn, farþegar koma sér sjálfir til og frá Rødby. Það tekur u.þ.b. 1 1/2 - 2 klukkustundir að keyra til Rødby.

Lalandia Rødby er frábært val fyrir fjölskylduna í fallegu umhverfi á Lollandsströndinni, 2,5 km frá miðbæ Rødbyhavn. Rødby-ströndin er í 800 metra fjarlægð frá dvalarstaðnum

Í húsunum er góð aðstaða og umhverfið býður upp á skemmtun fyrir börn og fullorðna.
Þessar pakkaferðir miðast við brottfarir frá Keflavík til Kaupmannahafnar og sumarhúsin eru í Lalandia Rødby. Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli í Kaupmannahöfn.

Hér er hægt að bóka bílaleigubíl.

Innifalið er frír aðgangur að vatsnrennibrautarsvæðinu Aquadome og Monky Tonky Playland.

Húsið er afhent á komudegi kl. 15.00. Gestir fá úthlutað hús og kóða sem gildir að svæðinu og húsinu. Skila því af sér kl. 10.00 á brottfarardegi.

Hægt er að leigja sængurver og er það greitt á staðnum. Rafmagn og hiti fyrir húsin greiðast aukalega á staðnum. Eitt til tvö bílastæði eru fyrir framan hvert hús, fer eftir stærð húsa. Frítt í klukkutíma í bílastæði við Lalandia Centre. Frekari upplýsingar er að finna hér.

Sjá mynd af svæðinu

Þeir farþegar sem koma eftir klukkan 21:00 og búið er að loka Lalandia Centre þar sem innritun fer fram þá er hægt að hringja í einn af þjónustuvörðum þeirra. Símanúmerið er gefið upp við innganginn að svæðinu. Einnig er hægt að hafa samband daginn fyrir komu í síma +45 5461 0500 og fengið úthlutað húsnúmer og kóða. Ef þörf er á að leigja sængurver þá er einnig hægt að panta það og mæta svo daginn eftir komu í Lalandia Centre og ganga frá greiðslu.

  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.


Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Gisting - Lalandia

Sumarhús

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 81.500 Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu