Lífið ljúfa – eða la dolce vita – er taktur lífsins sem íbúar Rómar hafa tileinkað sér. Hér er matur og list helsta tjáningarformið, tungumál sem allir skilja og hefur mótað anda og mannlíf borgarinnar sem er einstakt á heimsvísu. Hér eru veitingastaðir á hverju horni, fjölbreyttir viðburðir í gangi allan ársins hring og veðrið milt og gott.
Krafturinn sem knýr þessa menningarmiðstöð við Miðjarðarhafið áfram hefur laðað fólk hvaðanæva að frá örófi alda, enda ævintýralegt að villast um söguleg strætin og falleg torgin, ásamt því að skoða heimsþekkt kennileiti, eins og Hringleikahúsið, pantheon og Vatíkanið. Ástæðurnar til að heimsækja Róm eru óteljandi.
Í Róm bjóðum við uppá úrval vandaðra skoðunarferða í samvinnu við Rómarrölt.