Pingdom Check


Gylltar strendur og fjölbreytt afþreying

Flogið til Barcelona. Í Salou er ekki fararstjóri á vegum Icelandair VITA og eru farþegar því á eigin vegum.

Salou á Spáni er stórskemmtilegur og vinsæll áfangastaður í nágrenni Barcelona. Hér er eitthvað fyrir fólk á öllum aldri – hreinar, breiðar og góðar gylltar strendur, vatna- og skemmtigarðar, fjölmargir frábærir veitingastaðir og nokkuð fjörugt næturlíf.

Um 120 km fjarlægð frá flugvellinum í Barcelona.
Hægt er að panta far með flugvallarskutlu til Salou, en flugvallarskutlurnar fara á klukkutíma fresti frá flugvellinum og þurfa að bókast með minnst 48 stunda fyrirvara. Far með skutlunum er bókanlegt í bókunarvél. Einnig er hægt að taka leigubíl frá Barcelona flugvelli til Salou. 

Hótelin eru staðsett á tveimur svæðum, Salou og La Pineda.

Meðal helstu aðdráttarafla Salou eru tívolíið PortAventura - einn stærsti skemmtigarður Spánar - og vatnagarðurinn Aquopolis.  Í Port Aventura garðinum er eitthvað fyrir alla fjölskylduna, stórir rússibanar fyrir þá hugrökku, leiktæki fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar og leiksýningar og skemmtanir fyrir þá sem kunna ekki við leiktæki. Umhverfi bæjarins er mjög fagurt og klettótt ströndin vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Saga bæjarins nær aftur til 13. aldar, svo þar er að finna sögulegar minjar auk skemmtilegra bygginga frá 19. öld.
Úrval er af veitingastöðum og verslunum. Afþreying er fjölbreytt, meðal annars ýmsar tegundir vatnasports. Við mælum eindregið með því að þeir sem hyggjast heimsækja Katalóníu séu með bílaleigubíl, í það minnst hluta af tímanum.
Það þarf engum að leiðast í Salou!

ATH – nýr ferðamannaskattur á Spáni er ekki innifalinn í gistiverði heldur þarf að greiðast beint á hótel. Skatturinn er rukkaður fyrir alla 16 ára og eldri og greiðist fyrir hverja nótt en þó aldrei fyrir fleiri en 7 nætur. 
Gjaldið er mismunandi eftir hótelum, oftast hærra eftir því sem stjörnur eru fleiri. 

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Gististaðir

fráISK 94.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu