Pingdom Check

Bandaríkin, Portúgal, Spánn og Ítalía

Glæsisigling yfir Atlantshafið
Odyssey Of The Seas  
25. april - 12. maí 2025
Fararstjóri: Lilja Jónsdóttir

Bayonne New Jersey, New York – Ponta Delgada, Portúgal – Malaga, Spáni –
Cartagena, Spáni – Barcelona, Spáni - La Spezia, Ítalíu- Róm, Ítalíu.

Stutt ferðalýsing
Flogið með Icelandair til New York seinni part föstudagsins 25. april, ekið beint á Harmony Suites Secaucus Meadowlands hótelið þar sem gist er í 2 nætur. Þann 27. april er ekið sem leið liggur til Cape Liberty New Jersey þar sem Odyssey Of The Seas bíður við bryggju. Haldið af stað yfir hafið og tekur siglingin 6 daga áður en að komið er til Ponta Delgada í Portúgal. Eftir tvo daga á sjó er síðan komið til Malaga, Cartagena og Barcelona á Spáni. Þar á eftir er seinasti sjódagurinn áður en haldið er til La Spezia á Ítalíu og að endingu er komið til Rómar. Gist er eina nótt í Róm áður en haldið er af stað upp á flugvöll og flogið í beinu flugi með Icelandair til Íslands, áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:15 þann 12. maí.

Odyssey of the Seas er í s.k. „Quantum Class“ flokk hjá skipafélaginu Royal Caribbean Cruise Line, en honum tilheyra nýjustu og glæsilegustu skipin í flotanum. Í raun er um að ræða fljótandi lúxushótel þar ýmsar nýjungar líta dagsins ljós og má þar t.a.m. nefna útsýniskúluna „North Star“ þar sem farþegar eru í stúkusæti, svífa hátt til himins og fá þar með útsýni til allra átta. Aðrar nýjungar er t.d. salur með glæsilegum sýningum þar sem toppmenn í kvikmyndabransanum í Hollywood voru fengnir til að hanna ótrúlega flott „laser show“. Matsalnum er svo skipt í fjóra mismunandi staði með mismunandi þema og aldrei hafa verið jafn margir og fjölbreyttir veitingastaðir um borð í einu skipi..

Skipið fór í sína jómfrúarferð í júlí 2021 og er 167.700 lestir, um 350 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 4.198 farþega. Heilsulindin Vitality Spa & Fitness Center býður uppá allt hugsanlegt dekur og að sjálfsögðu fylgir tækja- og íþróttasalur. Spilavíti, verslanir og alls 16 barir og veitingastaðir eru að finna um borð.

Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, flestir með setkrók með sófa og skrifborði, kæliskáp (en hægt að panta drykki gegn gjaldi og nota sem smábar), öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn. Gott skápapláss er einn af kostum þessa skips.

Á efsta þilfarinu er skokkbraut þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Þar er einnig öldulaug og fleiri nýjungar þar sem unnendur vatnasports geta fengið útrás.
Á sólarþilfarinu eru sundlaugar, heitir pottar, sólstólar og innisundlaug með fínustu aðstöðu. Að sjálfsögðu eru barir og veitingastaðir á báðum þilförum og á vissum tímum troða skemmtikraftar upp með söng og lifandi tónlist.

Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveim hæðum á þriðju og fjórðu hæð en einnig er í boði að borða á þeim fjölmörgu veitingarstöðum um allt skip.

Einnig er hægt er að borða á öðrum veitingastöðum, en á flestum þeim þarf að greiða vægt gjald og kostar misjafnlega mikið eftir stöðum. Þar má nefna japanska staðinn Izumi, Chops Grille, Teppanyaki ásamt fleiri stöðum.

Þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur bæði í Leikhúsinu The Royal Theatre og tækniundrinu Two 70 og þeir sem vilja slappa af, dansa eða taka þátt í karokee koma sér fyrir á skemmtistaðnum the Music Hall. Endalausir afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Odyssey of the Seas að dásamlegu ævintýri.

 

Flugnr.Dags.BrottförKl.Áfangast.Kl.
FI 62325.aprílKeflavík17:00Newark19:10
FI 56312.mayRóm (FCO)15:25Keflavík18:15

Siglingaleið

Dags.Áfangast.KomaBrottför
27. aprílCape Liberty, New Jersey

16:00

28.april Á siglingu
29.april Á siglingu
30. aprilÁ siglingu
1. maíÁ siglingu
2. maíÁ siglingu
3. maíPonta Delgada, Azoreyjar á siglingu08:0018:00
4. maíÁ siglingu
5. maíÁ siglingu
6. maíMalaga, Spáni08:0018:00
7. maíCartagena, Spáni07:0017:00
8. maíBarcelóna, Spáni10.0022:00
9. maíÁ siglingu 
10. maíFlorence/Pisa, Ítalíu07:0018:00
11. maíRóm, Ítalíu05:00

Ferðatilhögun

Föstudagur 25. april. Keflavík -  Newark
Flogið með Icelandar kl 17:00 frá Keflavík og lending í Newark kl. 18:15. Ekið beint á  Harmony Suites hótelið í New Jersey þar sem gist er í 2 nætur fyrir siglingu.

new_jersey_usa.jpg

Laugardagurinn 26. april. New Jersey 
Frjáls dagur. Hægt er að taka dagsferð til Manhattan, kíkja í siglingu kringum frelsisstyttuna eða jafnvel kíkja í verslunarmiðstöðina American Dream Mall sem er aðeins í 4 km fjarlægð frá hótelinu.

new_jersey_usa1.jpg

Sunnudagur 27. april
Fyrsti dagur siglingar. Ekið af stað eftir morgunverð til Cape Liberty og tékkað inn í skipið. Gengið um borð í Odyssey of the Seas og leggur það úr höfn kl. 16:00.

rci_northstar_nyskyline.jpg

Mánudagurinn 28. april – föstudagsins 2. maí. Á siglingu 
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Restina af deginum er hægt að nýta í búðirnar, á málverkauppboði, á matreiðslunámskeiði, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur er í boði allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.

odyssey_hot_tub.jpg

Laugardagurinn 03. maí. Ponta Delgada, (Azoreyjar) Portúgal
Asoreyjar mynduðust í eldsumbrotum á Mið-Atlantshafshryggnum – þeim sama og Ísland liggur á nema svolítið sunnar. Og það voru einmitt eldsumbrotin sem sköpuðu þetta ótrúlega landslag og heillandi náttúru sem blasir við okkur á eyjaklasanum í dag. Eldgígar, garðar, gígvötn og náttúruundur á borð við heitar lindir og goshvera einkenna eyjarnar.
Ponta Delgada er höfuðstaður eyjunnar São Miguel og margir líta einnig á bæinn sem þann mikilvægasta á Asoreyjaklasanum. Eitt er víst, hér er margt að sjá og gera eins og göngutúr við höfnina leiðir í ljós því að auk himinbláma Atlantshafsins blasa þar við glæsilega byggingar allt frá endurreisnartímabilinu á 16. öld. Hér er líka hægt að skella sér í skipulagðar gönguferðir eða prófa kajaksiglingar og brimbrettabrun.

ponta_delgada_azores_sigling2.jpg

Sunnudagurinn 4. maí og mánudagur 5. maí. Á siglingu
Næstu 2 dagar dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi. Það er um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. Mikið er um að vera á skipinu og alltaf hægt að finna eitthvað sem ekki hefur gefist tími til að njóta á meðan siglt er áleiðis til Spánar.

rci_qn-pooldeckf.jpg

Þriðjudagur 06. maí. Malaga, Spáni
Malaga er ein elsta borg Spánar og er stærsta borgin á Costa del Sol strandlengjunni. Hún er einnig önnur stærsta borg Andalúsíu héraðs. Malaga er uppfull af menningu og andrúmslofti stórborgar. Listmálarinn Picasso fæddist í borginni árið 1881 og er nærveru hans að finna um alla borg, þar með talið í Picasso safninu ( Museo Picasso Málaga ) sem er alfarið tileinkað verkum Pablo Picasso. Í gamla bænum er vínsafnið ( Museo del Vino ) staðsett sem tileinkað er vínframleiðslu í Malaga héraði. Einnig er hægt að heimsækja Nautahringinn ( Plaza de Toros la Malagueta), hefðbundinn spænskur nautahringur sem gaman er að skoða. Borgin skartar svo Nýlistasafni, Dómkirkju, Alcazaba og Gibralfaro köstulum ásamt fleirum áhugaverðum stöðum. 

malaga_spain_1.jpg

Miðvikudagur 07. maí. Cartagena, Spáni
Þeir gleyma því seint sem njóta hrífandi útsýnisins yfir ljúffengum málsverði meðan skipið nálgast Spánarstrendur. Þegar gengið er frá borði bíða stórkostleg ævintýri undir og yfir og allt um kring. Cartagena er einn af gimsteinum Spánar og sagður einn af bestu strandbæjum þar. Margt er hægt að skoða í Cartagena eins og kastalann, rómverska leikhúsið, safn sjóhersins, fornminjasafnið og ráðhúsið svo eitthvað sé nefnt.

cartagena_spann.jpg

Fimmtudagur 08. maí. Barcelona, Spáni
Barcelona er á norðaustanverðum Spáni, um 145 km sunnan landamæra Spánar og Frakklands. Hún er höfuðstaður héraðsins Katalóníu. Gestir þyrpast til borgarinnar frá öllum heimshornum til að njóta sérstöðu hennar, menningar og fegurðar. Þegar H.C. Andersen kom til Barcelona árið 1862 lét hann svo um mælt að borgin væri „París Spánar“. Það geta margir tekið undir. Borgin er mikilsháttar menningarsetur með heillandi sögu. Þar er alls staðar að finna góða veitingastaði, sjarmerandi kaffihús, minjasöfn og merkar byggingar auk stórkostlegra dæma um skreyti- og byggingarlist módernismans svo sem hann er nefndur á Spáni, þ.e. „art nouveau“ upp á frönsku og ensku eða Jungsendstíl upp á þýsku. La Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Família  (Höfuðkirkja og friðþægingarmusteri hinnar helgu fjölskyldu), þekktari sem La Sagrada Familia, er án efa frægasta verk katalónska arkitektsins Antonis Gaudís, í raun einskonar tákn Barselónuborgar. Enn er verið að byggja hana en stefnt að því að ljúka verkinu 2026, á aldarártíð arkitektsins.  Park Güell er garður í hlíðunum ofarlega í borginni,  nefndur eftir helsta bakhjarli Gaudís, katalónska auðjöfrinum Eusebi Güell. Hugmynd þeirra með garðinum var að hanna íbúðarhverfi fyrir efnafólk í upphafi 20. aldar. Það fór hinsvegar útum þúfur en eftir stendur þessi einstaki garður.

barcelona_2.jpg

Föstudagur 09. maí. Á siglingu
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Ítalíu. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Upplagt að nota daginn í að reyna sig eða bara að fylgjast með flow ridernum þar sem fólk reynir að standa á brettum í öldulauginni. Enginn má sleppa að svífa um í North Star útsýnishylkinu og svo er alltaf hægt að kíkja annan hring í búðirnar. 

odyssey_ship.jpg

Laugardagur 10. maí. Flórens/Písa og La Spezia, Ítalíu
La Spezia er falleg hafnarborg sem er mitt á milli Genúa og Flórens og skartar hún fallegum húsum sem eru sum hver síðan árið 1200. La Spezia er vinsæl fyrir pestó, ólífuolíu og osta sem eru til sölu á útimörkuðum á svæðinu. Þessi blómlega hafnarborg er frábær viðmkomustaður fyrir skoðunarferðir til hinna fallegu þorpa á Cinque Terre leiðinni sem öll eru á heimsminjaskrá UNESCO. Leiðin samanstandur af fimm þorpum sem öll standa meðfram ítölsku strandlengjunni með litríkar byggingar í hlíðum fjallsins og við djúpblátt hafið. 

la_spezia_italy.jpg

Sunnudagurinn 11. maí. Róm, Ítalíu – heimferð
Skipið leggst við bryggju um kl. 05:00 að morgni. Eftir morgunverð er farið frá borði og ekið áleiðis til Rómar með viðkomu í Trevignano Romano, fallegum ítölskum bæ. Cantine Capitani vínekrurnar eru heimsóttar og farið í skoðunarferð um svæðið, kíkt í vínkjallarann og fengið fræðslu um víngerðina. Einnig er farið yfir áhugaverðar staðreyndir framleiðslunnar og að lokum er vínsmökkun sem borin er fram með brauði, osti, salami og toppað með extravirgin ólífuolíu, allt framleitt í héraðinu. Seinustu nóttina er gist á Marriott Rome Park Hotel  sem er aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.

cel_shx_rome_castel_santangelo.jpg

Sunnudagurinn 12. maí. Róm, Ítalíu – heimferð
Morgunsins notið á hótelinu áður en lagt er af stað út á flugvöll. Áætluð brottför frá Róm er kl 15:25 og lending í Keflavík kl 18:15.

rom_vita.jpg

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Sigling skv. ferðalýsingu

Klefi um borð

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Gististaðir

Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu