Pingdom Check

Skíðagöngu og Yoganámskeið, Mývatn

Einstök náttúra og skemmtileg upplifun

Pakkaferð í boði með Icelandair á hið vinsæla skíðagöngu og Yoganámskeið sem Sel Hótel Mývatn stendur fyrir. Kvennanámskeiðið er í boði 1-4.febrúar. Námskeiðið hefur verið í boði undanfarin ár og hlotið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Á námskeiðinu eru frábærir kennarar. Þuríður Ingvarsdóttir og Þóroddur F. Þóroddsson munu sjá um skíðagönguna og Yogadísin Sigríður Herdís Ásgeirsdóttir mun sjá um slökun og teygjur.

Innifalið í pakkaferðinni :

Flug til og frá Akureyri, skattar og gjöld, innrituð taska (20kg), innrituð skíði, handfarangur (6kg) og námsskeiðspakkinn.

Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli á Akureyri. Í boði er að bæta við bílaleigubíl í bókunarferlinu.

Innifalið í námskeiðspakkanum:

Gisting í þrjár nætur á Sel Hótel Mývatn, morgunverðarhlaðborð, hádegisverður föstudag og laugardag, kvöldverður öll kvöldin, snittur og "búbblur", aðgangur að heitum potti og gufubað, ferð í jarðböðin, Gala kvöld með þema, gönguskíðanámskeið og Yoganámskeið með frábærum kennurum.

Atriði sem þarf að hafa í huga

  • Þátttakendur þurfa að mæta með eigin búnað (gönguskíði, stafi, skó og fatnað)
  • Aðstaða til að geyma skíðin er á hótelinu, þau sem eru með áburðarskíði, sjá sjálf um að bera á skíðin
  • Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli á Akureyri.
  • Saga Club félagar geta nú notað hvaða upphæð sem er af Vildarpunktum þegar kemur að því að greiða fyrir pakkaferðir. Það eru engin takmörk á upphæð þeirra punkta sem notaðir eru þegar kemur að því að bóka allan pakkann út í heim
  • Athugið að verð frá og sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Innifalið í pakkanum

fráISK 126.000 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu