Skíðagöngunámskeið á Húsavík með Auði Kristínu Ebenezerdóttur og Óskar Jakobsson sem eru þaulreyndir skíðagönguþjálfarar og leiðbeinendur.
Skíðagöngunámskeiðin verða frá föstudegi til sunnudags helgarnar 1.-3. mars og 8.-10. mars í samstarfi við skíðakennarana Auði Kristínu Ebenezerdóttur og Óskar Jakobsson en þau eru þaulreyndir skíðagönguþjálfarar og leiðbeinendur. Æfingar fara fram á skíðasvæði Húsavíkur á Reykjaheiði sem er rétt vestan Höskuldsvatn í um 7 km. fjarlægð frá Húsavík. Alls verða fjórar æfingar; ein á föstudeginum, tvær á laugardeginum og ein á sunnudeginum. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla.
Innifalið í pakkaferðinni:
Flug til og frá Akureyri, skattar og gjöld, innrituð taska (20kg), innrituð skíði, handfarangur (6kg) og námsskeiðspakkinn á Húsavík (sjá hér að neðan).
Farþegar koma sér sjálfir til og frá flugvelli á Akureyri. Í boði er að bæta við bílaleigubíl í bókunarferlinu.
Innifalið í námskeiðspakkanum:Gisting í tvær nætur með morgunverði á Fosshótel Húsavík sem er vel útbúið og frábærlega staðsett hótel í hjarta Húsavíkur. Í göngufæri við höfnina og aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá skíðasvæðinu og GeoSea sjóböðunum þar sem þú nýtur náttúrunnar á einstakan hátt.