Pingdom Check


Afslöppun og ævintýri

Fararstjórar: Elín Guðrún Sigurðardóttir og Birna Böðvarsdóttir

Tenerife er með fallegar strendur, frábær hótel og úrval af afþreyingu. Eyjan er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem allt er til alls og hin spænska menning heimamanna blómstrar með tilheyrandi matargerð og mannlífi.

Þar eru allar forsendur til staðar fyrir hinu fullkomna fríi, sól og veðursæld allt árið um kring, hlýr sjór og gylltur sandur, frábært úrval fjölbreyttra veitingastaða og aragrúi ólíkra verslana. Vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.

Sól og sandur er auðvitað í stóru hlutverki á Tenerife en mundu jafnframt að Tenerife hefur upp á svo margt annað að bjóða líka. 

Ameríska ströndin

Ameríska ströndin, eða Playa de las Américas, er höfuðborg skemmtanalífsins á Tenerife en á þessum líflega áfangastað á suðurströnd eyjarinnar er einfaldlega mesta fjörið. Þúsundir ferðamanna koma þangað, skemmta sér og njóta lífsins í sólinni og þeir sem vilja geta fundið skemmtun allan sólarhringinn. Það er því ekki skrítið að þetta sé einn af vinsælustu áfangastöðunum í Evrópu.

Costa Adeje 

Costa Adeje er á suðurströnd Tenerife og státar af aðlaðandi og fallegum sandstrendum. Þar eru einnig skemmtanir í hæsta gæðaflokki, lúxushótel, -íbúðir og -smáhýsi og veitingastaðir fyrir vandfýsna. Á þessum frábæra áfangastað er hægt að lofa afslöppun, skemmtun, ævintýrum og auðvitað sólskini!

Los Cristianos

Los Cristianos er staðsett fyrir vestan flugvöllinn (Reina Sofía) og er einn af vinsælustu og fjölmennustu áfangastöðum Kanaríeyja. Strendurnar eru fallegar og höfnin sömuleiðis en þaðan er hægt að fara í bátsferðir til að veiða, njóta lífsins, skoða hafsbotninn á bátum með glerbotn, siglingar á staði sem eru góðir til köfunar eða taka ferjur til nágrannaeyjunnar, La Gomera.

Puerto de la Cruz

Puerto de la Cruz er einn af elstu áfangastöðum á Kanaríeyjum en þessi heillandi og líflegi bær hefur verið einn sá vinsælasti á eyjunni um árabil. Bærinn er staðsettur á norðurhluta Tenerife og kúrir þar í fallegu umhverfi í Orotava dalnum sem er sérstaklega gróðursæll en þar á sér meðal annars stað ræktun suðrænna ávaxta.

Allt til alls
Meðfram allri ströndinni er “göngugata” þar sem gaman er að rölta á milli þessara staða, en ekki er nema um hálftímaganga á milli Amerísku strandarinnar og Costa Adeje. Einnig bjóða mörg hótel upp á frítt skutl frá Costa Adeje og Playa Fanabe niður á Amerísku ströndina. Í höfuðstaðnum Santa Cruz á Suðurhluta eyjunnar er tilvalið að versla og eru allar helstu verslanir þar þ.á.m. H&M, Zara og Primark. Flesta daga vikunnar má finna útimarkaði á eyjunni, sem selja allt milli himins og jarðar.

Innifalið í pakkanum

Flug báðar leiðir

Economy Standard
Báðar leiðir
Innrituð taska 23 kg
Handfarangurstaska 10 kg
100% Vildarpunktasöfnun

Hótel

Skoðaðu úrval gististaða í bókunarvél

Skattar og gjöld

Flugvallarskattar og gjöld

Fararstjóri

Íslensk fararstjórn

Gististaðir

fráISK 109.900 Verð á mann m.v. 2 fullorðna
Ferðaskipuleggjandi með leyfi frá Ferðamálastofu