Hvernig hljóma stórskemmtilegir tónleikar og stuð við ströndina? Við bjóðum nú upp á allan pakkann til Tenerife á tónleika með Herra Hnetusmjör – kjörið tækifæri til að flýta fyrir sumrinu og njóta um leið tónlistar frá íslenskri stjörnu erlendis!
Bókaðu allan pakkann hjá okkur:
- Miða á tónleika með Herra Hnetusmjör á Tenerife 21. apríl
- Flug á dagsetningum að eigin vali (innan ákveðins tímabils)
- Val um að bóka hótel með pakkanum
Nánari upplýsingar um tónleikana:
- Mánudaginn 21. apríl (Annan í páskum)
- Staðsetning: Monkey Beach Club á Costa Adeje á Tenerife
- Húsið opnar 21:30, tónleikarnir hefjast 23:00
Miðaafhending:
- Tónleikamiðarnir verða sendir í tölvupósti á netfang sem gefið er upp við bókun
Tenerife þekkja flestir landsmenn sem paradísareyju sem hefur upp á allt að bjóða: fjör fyrir fjölskyldur, slökun fyrir sólarunnendur og afþreyingu fyrir ævintýrakappa – og nú tónlist að heiman.
Bókaðu íslenskt tónleikastuð á Tenerife um páskana og njóttu þess að hlakka til!