NÝTT VORIÐ 2025 - Viceroy Ombria (sem opnar í október 2024) er stórkostlegt 5 stjörnu lúxus hótel ásamt ótrúlegum 18 holu golfvelli í einstakri náttúru í Algarve, Portúgal. Aðeins um 30 mín akstur frá Faro flugvelli! Beint leiguflug með Icelandair!
VOR 2025
12.-22. apríl í 10 nætur (Páskar)
22. apríl - 3. maí í 11 nætur
3.-13. maí í 10 nætur
Öll verð sjást í bókunarvél hér á síðunni
Ummæli
"Ombria völlurinn er glæsilegur golfvöllur á Algarve svæðinu. Ombria er einstaklega vel hannaður, leyfir náttúrunni að njóta sín til fullnustu. Allt saman stórglæsilegar holur en sú fimmta er klárlega „signature“ hola vallarins. Ekki skemmir umhverfi vallarins fyrir heildarupplifun kylfinga. Öll umhirða vallarins er til fyrirmyndar og flatirnar eru með því betra sem maður hefur spilað. Allt þetta leiðir til þess að Ombria er klárlega einn af fimm eftirminnilegustu völlum sem við höfum spilað."
Agnar Jónsson – framkvædastjóri GKG og Gylfi Kristínsson – Islandsmeistari í golfi 1983
Hótelið
Viceroy Ombria í Algarve er byggt sem ekta Portúgalskt þorp og saman stendur af 141 herbergjum, svítum og híbýlum á 5 hektara svæði. Viceroy Ombria heiðrar sögu og menningu Portúgals sem sést á allri hönnun og arkítektúr, alls eru 24 byggingar í mismunandi stærðum og gerðum ásamt turni við mjðju lóðarinnar, hönnunin endurspeglar hefðbundið Portúgalskt þorp. Herbergin eru mjög rúmgóð og smekklega innréttuð. Öll herbergi okkar eru Duluxe herbergi.
Á Viceroy Ombria eru fjórar sundlaugar (þrjár upphitaðar og ein árstíðabundin) með útsýni yfir dalinn og sólsetur, þar á meðal ein sundlaug í klúbbhúsinu sjálfu. Einnig er um 2000 fm heildræn heilsulind búin varmalaug, átta meðferðarherbergjum og snyrtistofum eins og hárgreiðslustofu og rakara sem munu opna snemma árs 2025.
Veitingarstaðir
Alls eru 6 veitingarstaðir á svæðinu sem notast við afurðir ræktaðar á svæðinu eða í nálægð við Ombria. ATH í okkar ferðum er innifalið hálft fæði, s.s. morgun og kvöldverður á Ombria Kitchen og Casa & Fora stöðunum.
Café Central - sem er staðsett í hjarta þorpsins er bakarí sem býður uppá heimagert Potúgalskt bakkelsi ásamt léttum réttum úr eldofni.
Bellvino - er leiðandi í afurðum frá staðnum og býður uppá mat í sinni einföldustu mynd. Bellvino sérhæfir sig í vínum, ostum, kartöflum og ólífum svo eitthvað sé nefnt.
Ombria Kitchen - mun bjóða uppá mat allan daginn með eldunarstöð og hefbundum Portúgölskum réttum ásamt því að nýta bestu afurðir hvers árstíma.
Solalua - sem þýðir "frá sólu til tunglsins" er staður sem boðið er uppá ofur skapandi og nýstárlega rétti ásamt úrvali af kokteilum í lifandi andrúmslofti
Casa & Fora - er staðsett í klúbbhúsinu með stórri verönd og afslöppuðu andrúmslofti. Casa & Fora mun bjóða uppá rétti dagsins sem og úrval af portúgölskum bjórum.
Salpico - er sundlaugarbarinn og býður uppá ferska, létta rétti tilvaldir á heitum dögum.
Golfvöllurinn
Ombria golfvöllurinn er einstaklega fallegur með ótrúlegu útsýni yfir dali og fjöll. Völlurinn er afar vel hirtur með miklu landslagi á brautum og grínum, margar holurnar eru með miklum hæðarmismun og því golfbílar nauðsyn, enda eru golfbílar innifaldir í okkar pakka! Allar holurnar eru ólíkar og hver hola með sinn karakter. Völlurinn er par 71 og 5.800 metrar af öftustu teigum og 4.500 metrar af fremstu teigum. Vipp og púttgrín eru á svæðinu. Þetta er völlur sem enginn vill láta framhjá sér fara! Klúbbhúsið er mjög fallega innréttað ásamt stórri verönd með stórkostlegu útsýni yfir golfvöllinn og náttúru. Í klúbbhúsinu er einnig golfbúð, búningsklefar og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Golfbílar eru allir nýjir og innfaldir í verði.
Umhverfið og nálægir bæir
Ýmislegt verður hægt að upplifa af heimamönnum þar sem fjölskyldur þeirra hafa búið í hæðunum í margar kynslóðir. Til dæmis skoðun um býflugnabú undir leiðsögn býflugnabónda með áratuga sérfræðiþekkingu. Gestir geta unnið úr hunangi og smakkað, sæt og fræðandi skemmtiferð. Skemmtilegar hestaferðir um fallegt landslag og ásamt lautarferð með kræsingum. Aðrar upplifanir s.s sér vín- og ólífuolíusmökkun, fuglaskoðun, gönguferðir, bátsferðir, brauðgerð og leirmunanámskeið.
Viceroy Ombria er rétt norðan við bæinn Loulé. Loulé er ein af stærstu borgum Algarve (stærri er Faro, höfuðborg svæðisins, í íbúafjölda), en vegna staðsetningar í landinu er þetta ekki stór ferðamannastaður eins og Albufeira, Portimão, Lagos eða Tavira á ströndinni. Loulé er frægt fyrir 13. aldar kastalann og götu markaðinn.