Um Icelandair
Icelandair er leiðandi flugfélag sem býður ferðir til, frá og í gegnum Ísland, auk þess að bjóða upp á innanlandsflug. Félagið er því hagstæður kostur þegar kemur að ferðalögum yfir Atlantshafið. Við einbeitum okkur að því að veita viðskiptavinum okkar áreiðanlegar flugferðir og framúrskarandi þjónustu. Icelandair flýgur bæði til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, og til áfangastaða innanlands og á Grænlandi.
Félagið notar staðsetningu Íslands mitt á milli Ameríku og Evrópu sem viðskiptatækifæri og hefur byggt upp alþjóðalegt leiðakerfi með Ísland sem miðpunkt.
Icelandair er hluti af Icelandair Group.