Pingdom Check

Að starfa í farþegaþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli

Eftir hverju sækjumst við?

Við sækjumst eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna í umhverfi þar sem öryggi og framúrskarandi þjónusta er höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að starfsfólk vinni vel í teymi, sé lausnamiðað, hafi ríka þjónustulund, góða félagsfærni og metnað til að ná árangri í starfi. Starfið reynir á andlegan styrk og getu til að taka upplýstar ákvarðanir í samræmi við stefnu og þjálfun Icelandair.

Sækja um starf
Farþegaafgreiðsla - umsóknarsíða

Hvaða skilyrði þarf umsækjandi að uppfylla?

Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi gott vald á ensku og góð íslenskukunnátta er kostur. Ekki er gerð krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun. Lágmarksaldur er 19 ár fyrir þau sem hefja störf árið 2024 (fædd 2005 eða fyrr).

Umsækjendur þurfa að vera við góða andlega og líkamlega heilsu, eiga auðvelt með svefn og óreglulegan vinnutíma. Starfið reynir mikið á líkamann og hentar ekki þeim sem eru með stoðkerfisvanda eða aðra líkamlega kvilla.

Hversu langt er ráðningarferlið?

Ráðningarferlið getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Við val á umsækjendum er leitast við áheyrn frá fjölbreyttum hópi einstaklinga sem hefur mismunandi bakgrunn, aldur, menntun og reynslu. Vegna fjölda umsókna er óhjákvæmilegt að einhver hluti umsækjenda fái ekki tækifæri til að kynna sig.

22-3507-Umsoknarferli-ahafna-v01

Hvernig eru námskeiðin?

Grunnnámskeiðið í Farþegaafgreiðslu nær yfir tvær vikur, 8 klukkustundir á dag. Umsjón með kennslu er í höndum þjálfunardeildar Icelandair í Keflavík. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og öguð vinnubrögð. Námið byggist að stórum hluta á þjálfun í öryggi og verklagi sem og þjálfun í þeim kerfum sem unnið er með. 

Einnig fer fram þjálfun í þjónustu við viðskiptavini og þátttakendur eru fræddir um vöruframboð og þjónustustaðla Icelandair. Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum úrvals þjónustu og að starfsfólk okkar sé í stakk búið til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem í starfinu felast.

Námið er að hluta til rafrænt og krafa er gerð um lágmarks tölvukunnáttu. Umsækjendur þurfa að hafa aðgengi að tölvu eða spjaldtölvu á meðan á náminu stendur.

Stór hluti þjálfunarinnar er verkleg og fer fram á Keflavíkurflugvelli.

Krafist er 100% mætingar á námskeiðin og þurfa nemendur ávallt að vera vel undirbúnir. Boðun á námskeið er ekki staðfesting á ráðningu. Þeim sem ljúka þjálfun með góðum árangri býðst sumarstarf.

Hvernig er vinnutíminn?

Starf í farþegaafgreiðslu Icelandair er krefjandi vaktavinnustarf og vaktirnar geta verið langar. Í hverjum mánuði fær starfsfólk útgefið vaktarplan og fer fjöldi vinnudaga eftir starfshlutfalli hvers og eins.

Í boði verður 75% -100% starfshlutfall og skuldbindur sumarstarfsfólk sig til þess að vinna að lágmarki í 3 mánuði yfir sumarið. Í einhverjum tilfellum býðst sumarstarfsfólki að vinna fleiri mánuði og jafnvel að fá fastráðningu.

Ekki eru gefnir frídagar til sumarleyfis utan samningsbundinna frídaga. Icelandair gerir ekki ráð fyrir að starfsfólk stundi aðra vinnu samhliða þessu starfi.

Spurningar og svör

Hér finnur þú svör við algengum spurningum.