Pingdom Check

Airbus A321LR

 Airbus 321LR er fullkomin í flug yfir Atlantshafið og nýjasta viðbótin við flotann okkar. Fyrsta vélin ber nafnið Esja og kom til landsins í desember 2024 en fleiri systur hennar bætast í hópinn veturinn 2024-25.

Þeim til viðbótar bætast svo Airbus A321XLR flugvélar við flotann okkar árið 2029.

Kynning

A320neo fjölskyldan frá Airbus hefur haslað sér völl sem nútímalegasti og söluhæsti eins-gangs floti í heimi ásamt því að hafa markað sér orðstýr fyrir hagkvæmni.

Langdrægna útgáfan af A320neo – A321LR – flýgur lengra með meiri farm. En hún kemst allt að 4.000 sjómílur (7400 km).

A321LR (og A321XLR, sem kemur til landsins 2029) munu koma í stað flotans okkar af Boeing 757 flugvélum. Airbus flugvélarnar eru umtalsvert sparneytnari og losa minni koltvísýring á einingu en eldri B757 vélarnar.

Flugvélarnar okkar

Verðlaunuð hönnun farþegarýma A321 flugvélanna frá Airbus endurskilgreinir þægindi um borð. Hún eykur persólulegt rými hvers farþega og býður upp á breiðasta eins-gangs farþegarými á markaðnum.

Meðal nýjunga í hönnunni eru mjórri hliðarpanelar sem veita farþegum aukið rými í axlahæð, betri útsýni um gluggana vegna endhannaðrar gluggaumgjarðar og innbyggðum gluggahlífum, sérhönnuð LED lýsing til að skapa rétt andrúmsloft á ferðalaginu, stærstu handfarangurshólfin á markaðnum þegar kemur að flugvélum með einn gang.

Meira geymslurými í handfarangurshólfum gerir farþegum kleift að ganga hraðar frá farangrinum sínum þegar gengið er um borð og ganga frá borði með lágmarks truflun ásamt því að bæta vinnurými áhafnarinnar.

Airbus 321LR flugvélarnar okkar eru búnar sætum fyrir 187 farþega, 22 í Saga Premium og 165 í Economy.

Allir farþegar okkar sem ferðast með Airbus vélunum njóta minni hávaða á ferðalaginu og nýjunga í afþreyingarkerfinu um borð. Það er okkur heiður að vera fyrsta flugfélagið sem í samstarfi við Panasonic býður upp á nýtt og brautryðjandi Astrova afþreyingarkerfi sem veitir næstu kynslóð upplifunar fyrir farþega. Hægt verður að njóta efnis í bíógæðum á 13 tommu skjám í Economy og 16 tommu á Saga Premium.

Tæknilegar upplýsingar

  • Lengd:44.5 m / 146'
  • Vænghaf:35.8 m / 117'5"
  • Flughraði:833 km/h / 518 mph
  • Hámarks flugdrægni:7400 km / 4600 mi
  • Hámarksþyngd við flugtak:97,000 kg / 213,848 lb
  • Hreyflar:2 x Pratt & Whitney PW1100G
  • Airbus A321LR - Sætakort og upplýsingar um sæti

    Saga Premium
  • Sætabil: 42-43"
  • Sætabreidd: 24.7"
  • Breidd sætisbaks: 20.7"
  • Economy
  • Sætabil: min 31" max 33"
  • Sætabreidd: 18"
  • Breidd sætisbaks: 18"
  • Flugflotinn okkar - Airbus A321LR flugvélar

    Esja

    TF-IAA
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    A321LR
    Esja er fjallið fagra í nágrenni Reykjavíkur. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar en þetta kennileiti er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. Ofan af fjallinu er mikið útsýni yfir höfuðborgarsvæðið og gangan upp Esjuna er ein af vinsælustu gönguleiðum á Íslandi.