Síðustu ár hefur Boeing unnið að þróun nýstárlegrar flugvélar. Hún er mun hljóðlátari, brennir minna eldsneyti og farþegarýmið hefur allt verið vandlega endurhannað. Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 eru síðasta viðbótin við flugflotann okkar.
Almennar upplýsingar
Boeing 737 MAX er mest selda flugvél allra tíma. Hönnun hennar byggir á Boeing 737 NG. Boeing 737 MAX er tveggja hreyfla farþegaflugvél. Hönnun allra fjögurra módelanna af 737 MAX miðar að því að lágmarka kostnað á hvern farþega. Bæði Boeing 737 MAX 8 og Boeing 737 MAX 9 fara að hámarki 839 km á klst. og geta flogið allt að 6.510 km vegaleng.
Léttari og öflugri hreyflar
Boeing 737 MAX vélin brennir 37% minna eldsneyti og hljóðmengunin minnkar um heil 40% sé hún borin saman við forvera sína, Boeing 757-200 vélarnar sem eru í meirihluta í flota Icelandair. Þá notar hún 14% minna en Boeing 737 NG vélin. Þrátt fyrir þetta eru vélarnar mun öflugri en áður. Það helgast bæði af breyttri loftaflfræðilegri hönnun skrokks og vængja (klofnir vængendar þar á meðal) og byltingarkenndri hönnun hreyflanna sjálfra.
Hreyfilblöðin eru gerð úr ofursterku kolefni sem fléttað er saman með þrívíddartækni. Þannig verður hver hreyfill meira en 200 kílóum léttari en áður sem sparar eldsneyti og dregur til muna úr mengun.
Nýtt farþegarými: Boeing Sky Interior
Hönnuðir Boeing höfðu upplifun flugfarþega að leiðarljósi við endurhönnun flugvélarinnar. Leitað var til sálfræðinga, félagsfræðinga og að sjálfsögðu flugfarþega sjálfra í þróunarvinnunni. Þetta glænýja farþegarými kallast Boeing Sky Interior.
Hönnun þess hverfist um vellíðan og ánægju flugfarþega. Ný gluggahönnun bætir útsýnið og notaleg LED-lýsing og endurhönnuð farangurshólf í lofti gefa tilfinningu fyrir auknu rými um borð.
Tæknilegar upplýsingar
Lengd:39,5 m
Vænghaf:35,9 m
Flughraði:839 km/h
Hámarks flugdrægni:6,510 km
Hámarksþyngd við flugtak:82,200 kg
Hreyflar:2 x CFM International LEAP-1B
Boeing 737 MAX - Sætakort og upplýsingar um sæti
Saga Premium
Sætabil: 40"
Sætabreidd: 20,5"
Breidd sætisbaks: 25,9"
Economy
Sætabil: 31-32"
Sætabreidd: 17,2"
Breidd sætisbaks: 17,2"
Flugflotinn okkar - Boeing 737 MAX flugvélar
Akrafjall
TF-ICV
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Akrafjall er bæjarfjall Skagamanna, formfagurt fjall með djúpum dal sem gengur inn í það fyrir miðju. Dalurinn heitir því fallega nafni Berjadalur, og mótaðist af jökli sem áður prýddi topp fjallsins.
Baula
TF-ICD
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-9
Baula er 934 metra hátt fjall á Vesturlandi, nálægt gígnum Grábrók. Fjallið er nánast fullkomlega keilulaga og bergtegundin líparít gefur fjallinu sitt einkennandi rauðleita yfirbragð.
Bolafjall
TF-ICM
Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Bolafjall gengur beint út í sjó og gnæfir tignarlega yfir bænum Bolungarvík. Fjallið er 638 metrar á hæð og frá útsýnispallinum á toppnum má njóta stórkostlegs útsýnis yfir firði og firnindi við Ísafjarðardjúpið.
Búlandstindur
TF-ICO
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Búlandstindur er basaltfjall í Djúpavogshreppi. Fjallið þykir sérstaklega formfagurt en lögun þess minnir á píramída.
Dyrhólaey
TF-ICU
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Dyrhólaey er myndrænn 120 metra hár móbergsstapi við Vík í Mýrdal og er hún syðsti oddi Íslands. Gatið sem kletturinn dregur nafn sitt af er nógu stórt til að hægt sé að sigla þar í gegn í góðu veðri.
Fagradalsfjall
TF-ICF
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Fagradalsfjall er móbergsstapi í einu eldstöðvakerfanna á Reykjanesskaga. Eldfjallið hefur legið í dvala í um 800 ár, en hefur nú tekið við sér og markar nýtt upphaf eldsumbrota á Suðurnesjunum.
Fögrufjöll
TF-ICR
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Fögrufjöll hvíla langt inn á hálendi Íslands við bakka Langasjós, rétt suðvestan af Vatnajökli. Mosagrænn fjallhryggurinn, fagurblátt vatnið og jökullinn mynda stórfenglega andstæðu við hrikalegt öræfalandslagið.
Hólmatindur
TF-ICS
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Hólmatindur situr hátt yfir Eskifirði og er um 985 metrar á hæð. Hólmanes liggur við rætur fjallsins, en svæðið var friðlýst sem fólkvangur og friðland árið 1973.
Hornbjarg
TF-ICH
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Hornbjarg er nyrsti hluti Vestfjarða og þekkt fyrir ægifegurð sína. Á Hornbjargi er þéttsetið fuglabjarg og svæðið er einnig kjörlendi fjallarefsins dularfulla.
Hvítserkur
TF-ICA
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-9
Hvítserkur er 15 metra hár klettur í Húnafirði. Ágengi sjávar hefur myndað þrjú göt í klettinn og mótað hina einkennilegu ásýnd hans.
Ingólfshöfði
TF-ICG
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Ingólfshöfði er staðsettur á suðausturströnd landsins og er heimkynni margra fuglategunda. Höfðinn er nefndur eftir Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanni Íslands, sem hafði þar vetrarsetu sinn fyrsta vetur á landinu.
Jökulsárlón
TF-ICE
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Jökulsárlón er lón við rætur Breiðamerkurjökuls, þekkt fyrir ísjakana sem fljóta þar um. Jökulsárlón er dýpsta vatn Íslands og þaðan rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi og áleiðis til sjávar.
Kirkjufell
TF-ICC
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-9
Kirkjufell gnæfir 463 metra yfir sjávarmáli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi og er talið vera mest ljósmyndaða fjall landsins.
Kjölur
TF-ICJ
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Kjölur er einstakt svæði á hálendi Íslands, þekkt fyrir friðsæld, tignarleg fjöll og stórbrotið landslag.
Landmannalaugar
TF-ICP
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Landmannalaugar er staðsett í Friðlandi að Fjallabaki. Svæðið er þekkt fyrir heitar náttúrulaugar og litríka fjalladýrð.
Langjökull
TF-ICB
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-9
Langjökull er annar stærsti jökull landsins. Nálægt hæsta tindi jökulsins er manngerður íshellir sem ferðafólk má ekki láta framhjá sér fara.
Látrabjarg
TF-ICY
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Látrabjarg er vestasti tangi Íslands og um leið stærsta fuglabjarg í Evrópu, 14 kílómetrar að lengd og 440 metrar á hæð. Bjargið er heimkynni milljóna fugla, og þar á meðal helstu tegunda eru lundi og álka.
Mývatn
TF-ICN
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Mývatn er stöðuvatn á Norðausturlandi. Fjöldi smáeyja í vatninu gefa því einstakt og fagurt svipmót. Á svæðinu er fjölbreytilegt fuglalíf og tilkomumiklar hraunmyndanir Dimmuborga liggja austan við vatnið.
Stórurð
TF-ICL
Afþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Stórurð er meðal vinsælustu gönguleiða á Austurlandi og sannkölluð náttúruparadís. Kyrrðin kallast á við grýtt landslagið og Dyrfjöllin blasa við augum ferðalanga í öllu sínu veldi.
Vestrahorn
TF-ICI
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Vestrahorn er svipmikið fjall og vinsælt útivistarsvæði meðal heimamanna og áningarstaður ferðafólks. Margar bergtegundir er að finna í fjallinu, og er það af stærstum hluta úr gabbró, en það gefur fjallinu sinn einstaka lit.
Þórsmörk
TF-ICT
Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
737-MAX-8
Þórsmörk er vin innan um tignarlega fjallgarða, jökulár og jökla á Suðurlandi. Í Þórsmörk er náttúrufegurð sem á sér enga líka, enda mætast hér andstæður sem laða að ferðafólk allan ársins hring.