Pingdom Check


Boeing 757-300

Boeing 757-300 er lengd útgáfa af 757-200 gerðinni. Hún er tveggja hreyfla með einum gangi á milli sætaraða eins og 757-200, en bolurinn hefur verið lengdur framan og aftan við vængina.

Almennar upplýsingar

757-300 er 54,4 m á lengd, frá nefi aftur á stélbrodd, og er lengsta tveggja hreyfla flugvélin með einum gangi á milli sætaraða sem smíðuð hefur verið. Eins og í öðrum gerðum af 757-vélum er tveggja manna stjórnklefi með upplýsingaskjám í 757-300 og vélin er með væng sem er sérstaklega hannaður til að draga úr loftviðnámi. 757-300 gerðin var hönnuð sem fýsilegur kostur í staðinn fyrir 767-200 sem er allnokkru dýrari. Hún rúmar meira en 200 farþega og er hagkvæm í rekstri.

Vélarnar okkar

Í 757-300 vélum Icelandair eru sæti fyrir 225 farþega og er hver sætaröð skipuð 3-3 sætum á Economy og 2-2 sætum á Saga Premium.

Flughraðinn er 876 km/klst. sem þýðir að hún er jafn hraðfleyg og styttri útgáfa hennar. Auk afþreyingarkerfisins bjóðast farþegum Icelandair ókeypis drykkir og gott rými fyrir fætur á milli sætaraða.

Tæknilegar upplýsingar

  • Lengd:54,4 m
  • Vænghaf:38,1 m
  • Flughraði:876 km/klst
  • Hámarks flugdrægni:5.100 km
  • Hámarksþyngd við flugtak:123.830 kg
  • Hreyflar:(Tveir) RB211-535E4-B
  • Boeing 757-300 - Sætakort og upplýsingar um sæti

    Saga Premium
  • Sætabil: Minnst 40" Mest 42"
  • Sætabreidd: Almennt sæti: 20,5"
  • Breidd sætisbaks: 25,9"
  • Economy
  • Sætabil: 32"
  • Sætabreidd: Almennt sæti: 17"
  • Breidd sætisbaks: 17,4"
  • Flugflotinn okkar - Boeing 757-300 flugvélar

    Hengill

    TF-FIX
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-300
    Hengill er nafn á eldstöð, ekki langt frá Reykjavík.

    Þingvellir

    TF-ISX
    Þráðlaust net um borðAfþreying um borðLED-lýsing um borðUSB um borðRafmagnsinnstungur um borð
    757-300
    Flugvélin Þingvellir dregur nafn sitt af hinum einstöku Þingvöllum þar sem Alþingi okkar Íslendinga var stofnsett árið 930. Þar kom þingið saman undir beru loftið í næstum 900 ár og er það jafnan talið vera elsta landsþing veraldar.