Pingdom Check


De Havilland Canada DHC-8-200

Við notum De Havilland Canada vélarnar (DHC8) í innanlandsflugi og Grænlandsflugi. Framleiðsla þessara véla var áður í höndum Bombardier en er nú aftur komin undir De Havilland Canada. Þær kallast í daglegu tali „Dash-8“.

Við höfum tvær DHC-8-400 vélar í flotanum okkar og þrjár DHC-8-200 vélar. Þessa stundina er unnið að því að breyta merkingum utan á vélunum, í kjölfar samþættingar Icelandair og Air Iceland Connect í mars 2021.

DHC vélarnar heita allar í höfuðið á landnámskonum og kvenkyns sögupersónum Íslendingasagna.

Almennar upplýsingar

De Havilland Canada DHC-8-200 vélarnar hafa ýmsa eiginleika sem ekki hafa sést áður í íslenska flugheiminum: þær eru búnar auka eldsneytistönkum sem lengir hámarksflugtíma, þær þurfa ekki langar flugbrautir til að lenda og geta t.a.m. tekið í loftið fullhlaðnar frá flugbraut sem eru um 800 metra löng, þær þola mikla hliðarvinda og geta borið meira frakt en aðrar sambærilegar flugvélar. Hægt er að útbúa vélarnar sérstaklega fyrir fraktflutninga. Í vélunum er pláss fyrir 37 farþega og þriggja manna áhöfn.

Tæknilegar upplýsingar

  • Lengd:22.25 metrar
  • Vænghaf:25.9 metrar
  • Flughraði:490 km á klst.
  • Hámarks flugdrægni:Meira en 1800 km
  • Hámarksþyngd við flugtak:16,500 kg
  • Hreyflar:2 x PW 123D, 2180 hestöfl hvor
  • De Havilland Canada DHC-8-200 - Sætakort og upplýsingar um sæti

    Economy
  • Sætabil: 31"
  • Sætabreidd: 16.9"
  • Breidd sætisbaks: 16.9"
  • Flugflotinn okkar - De Havilland Canada DHC-8-200 flugvélar

    Þorbjörg hólmasól

    TF-FXH
    DHC-8-200
    Sagt er að fyrsti innfæddi Eyfirðingurinn hafi verið stúlka sem fékk nafnið Þorbjörg hólmasól. Sagan segir að hún hafi komið í heiminn á hólma í Eyjafjarðará þegar foreldrar hennar, Þórunn hyrna og Helgi magri, sigldu inn fjörðinn í leit að bæjarstæði. Þau byggðu myndarlegt bú í Kristnesi þar sem stúlkan með nafnið fagra ólst upp.

    Arndís hin auðga

    TF-FXG
    DHC-8-200
    Faðir Arndísar nam land í Dölunum en hún vildi velja sínar jarðir sjálf. Arndís auðga nam land í Hrútafirði. Viðurnefni hennar bendir til þess að hún hafi auðgast meðan hún réði ríkjum á sínum bæ. Um Arndísi er lítið vitað enda fátt um hana ritað. En ef lesið er milli línanna má sjá að hún var mikill kvenskörungur sem fór sínar eigin leiðir. Arndís kvæntist Bjálka Blængssyni, en sonur þeirra, Þórður, var kenndur við móður sína og var Arndísarson.

    Þuríður sundafyllir

    TF-FXK
    DHC-8-200
    Sagt er að Þuríður hafi verið víðkunn sem völva og kunnað eitt og annað fyrir sér í göldrum þegar hún nam land í Bolungarvík. Þuríður fékk viðurnefnið sundafyllir fyrir þá hæfileika sína að geta fyllt firðina af síld með því að fremja seið. Þuríður fyllti þannig sundin af fiski fyrir bændur á svæðinu og fékk að launum kollótta kind frá hverjum bæ.