Pingdom Check


De Havilland Canada DHC-8-400

Við notum De Havilland Canada vélarnar (DHC8) í innanlandsflugi og Grænlandsflugi. Framleiðsla þessara véla var áður í höndum Bombardier en er nú aftur komin undir De Havilland Canada. Þær kallast í daglegu tali „Dash-8“.

Við höfum tvær DHC-8-400 vélar í flotanum okkar og þrjár DHC-8-200 vélar. Þessa stundina er unnið að því að breyta merkingum utan á vélunum, í kjölfar samþættingar Icelandair og Air Iceland Connect í mars 2021.

DHC vélarnar heita allar í höfuðið á landnámskonum og kvenkyns sögupersónum Íslendingasagna.

Almennar upplýsingar

De Havilland Canada DHC-8-400 vélarnar eru stærri, hafa meiri flugdrægni og 30% meiri flughraða en hefðbundnar vélar af sambærilegri gerð,

Vélarnar eru notaðar í innanlandsflug en þær fara líka sífellt fleiri ferðir til Grænlands. Í vélunum er pláss fyrir 76 farþega og fjögurra manna áhöfn.

Tæknilegar upplýsingar

  • Lengd:32.8 metrar
  • Vænghaf:28.4 metrar
  • Flughraði:630 km á klst.
  • Hámarks flugdrægni:2,400 km
  • Hámarksþyngd við flugtak:29.574 kg
  • Hreyflar:PW 150A / 5.071 hestöfl
  • De Havilland Canada DHC-8-400 - Sætakort og upplýsingar um sæti

    Economy
  • Sætabil: 30-31"
  • Sætabreidd: 16.8"
  • Breidd sætisbaks: 16.8"
  • Flugflotinn okkar - De Havilland Canada DHC-8-400 flugvélar

    Auður djúpúðga

    TF-FXA
    DHC-8-400
    Auður djúpúðga var eina konan sem fór fyrir leiðangri til Íslands. Hún þótti afbragð annarra kvenna, útsjónarsöm og djúpvitur eins og viðurnefnið gefur til kynna. Hún missti mann sinn og einkason, en sigldi til Íslands með barnabörn sín. Á leiðinni kom Auður við í Orkneyjum og Færeyjum og gifti þar sonardætur sínar. Sagt er að landnám hennar hafi verið öll Dalalönd í Breiðafirði. Auður var kristinnar trúar og þótti einstaklega göfug og stórmannleg. Hún gaf skipverjum sínum miklar jarðir í landnámi sínu en sjálf bjó hún þar sem nú er kirkjubærinn Hvammur í Dölum.

    Hallgerður langbrók

    TF-FXE
    DHC-8-400
    Alræmdasta kvenhetja Íslendingasagna er Hallgerður langbrók. Hún var glæsileg, hárprúð og fögur og lét engan vaða yfir sig. Hún stofnaði til illinda við nágrannakonu sína Bergþóru og eiginmaður Hallgerðar, Gunnar á Hlíðarenda, þurfti að gjalda fyrir löðrunginn sem hann veitti henni með lífi sínu. Á ögurstundu neitaði Hallgerður Gunnari um lokk úr hári sínu svo hann gæti gert við bogastreng sinn. En hvaðan kemur viðurnefnið langbrók? Ein skýringin er sú að þessi hávaxna kona hafi verið með eindæmum leggjalöng. Hún gæti einning hafa verið kölluð "langbrok", sem merkir "hin síðhærða".

    Þórunn hyrna

    TF-FXI
    DHC-8-400
    Átti hún svona fallegt sjal, hyrnu yfir höfuð og herðar? Þórunn var fyrsta konan sem nam land í Eyjafirði ásamt manni sínum, Helga magra. Þórunn hyrna var systir Auðar djúpúðgu sem er frægust landnámskvenna. Þegar Þórunn og Helgi sigldu inn fjörðinn í leit að bæjarstæði eignaðist Þórunn hyrna stúlkubarn á litlum hólma í Eyjafjarðará. Þar kom í heiminn fyrsti innfæddi Eyfirðingurinn, Þorbjörg hólmasól.