Pingdom Check


Fullveldi fagnað með Þingvöllum

Þingvellir er nýjasta sérmálaða flugvél Icelandair. Íklædd íslensku fánalitunum, bláum, hvítum og rauðum, flýgur þessi fagurlega skreytta flugvél til heiðurs tvenns lags tímamótum fyrir land og þjóð árið 2018. 

Tímamót í sögu Íslands

Fyrsta tilefnið til hátíðarhalda er 100 ára afmæli fullveldis Íslands á árinu 2018. Það var nefnilega hinn 1. desember 1918 sem Ísland fékk fullveldi eftir sex og hálfa öld undir stjórn Danmerkur og Noregs.

Seinna tilefnið til að fagna á Íslandi á þessu ári er þátttaka íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Heimsmeistaramótinu sem fram fór í Rússlandi. Sem einn helsti bakhjarl liðsins vildum við hjá Icelandair fagna þessum merka áfanga með eftirminnilegum hætti. Því var haft samband við hina hæfileikaríku vini okkar, flugvélamálarana í Norwich í Englandi.

Fyrsta flug Þingvalla, en svo nefnist vélin í fánalitunum, skilaði Tólfunni, stuðningsliði landsliðsins, til Moskvu fyrir fyrsta leik liðsins á HM. Tólfan hefur vakið athygli víða um heim fyrir Víkingaklappið fræga og nærvera meðlima þessa eldheita stuðningsfólks er ómissandi hvenær sem íslenska landsliðið er að spila. HÚH!

Hinir einstöku Þingvellir

Við hjá Icelandair höfum fyrir hefð að nefna flugvélar okkar eftir íslenskum eldfjöllum og öðrum náttúruundrum. Flugvélin Þingvellir er þar engin undantekning, enda dregur hún nafn sitt af hinum einstöku Þingvöllum þar sem Alþingi okkar Íslendinga var stofnsett árið 930. Þar kom þingið saman undir beru loftið í næstum 900 ár og er það jafnan talið vera elsta landsþing veraldar.

Þingvellir eru í dag bæði þjóðgarður okkar Íslendinga og einnig á Heimsminjaskrá UNESCO. Burtséð frá sögulegu mikilvægi svæðisins þá eru Þingvellir afar sérstakir frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Þar er að finna Almannagjá en það er á gjá sem markar plötuskil Evrópuflekans og Ameríkuflekans að vestanverðu, og varð hún til við færslu flekanna í sundur. Þingvellir er einn af fáum stöðum í heiminum þar sem glöögt má skoða þetta jarðfræðifyrirbrigði á þurru landi.