Að starfa sem flugfreyja eða flugþjónn hjá Icelandair
Öryggi og framúrskarandi þjónusta skipta okkur öllu máli.
Öryggi og framúrskarandi þjónusta skipta okkur öllu máli.
Ráðningarferlið getur tekið frá nokkrum vikum upp í mánuði. Við mælum með að vanda umsókn en vel unnin umsókn eykur líkur á viðtali.
Grunnþjálfun flugfreyja og flugþjóna spannar allt að 8 vikur og skiptist upp í 2 aðskilin námskeið sem kallast Initial og Conversion. Þjálfunardeild Icelandair hefur umsjón með kennslunni sem fer að mestu fram á kvöldin og um helgar. Megin viðfangsefni þjálfunar snýr að öryggi, skyndihjálp, verklagi og þjónustu um borð.
Verkleg þjálfun fer fram í þjálfunarsetri á Flugvöllum 1 í Hafnarfirði að undanskildum einum degi sem fer fram í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Framkallaðar eru aðstæður sem gætu komið upp í flugi t.d. eldur, reykur, ókyrrð, veikindi farþega sem og vinna með farþegum sem fylgja ekki fyrirmælum áhafnarmeðlima. Þessi þjálfun reynir á líkamlega og andlega þætti og því þurfa þátttakendur að vera vel á sig komnir, auk þess að vera vel syndir og geta aðstoðað aðra í vatni.
Þjálfun skiptist upp sem hér segir – með fyrirvara um breytingar
Initial
Conversion
Krafist er 100% mætingar í alla þjálfun og þurfa nemendur ávallt að vera vel undirbúnir. Nauðsynlegt er að ljúka þjálfun til að fá ráðningu. Ráðningar fara eftir áhafnaþörf sem tekur mið af flugáætlun hverju sinni.
Starf flugfreyju og flugþjóns er vaktavinnustarf sem flakkar á milli tímabelta heimsins. Vinnuumhverfi í háloftunum getur verið krefjandi þar sem loftþrýstingur er lægri en á jörðu. Það reynir því á líkamsklukkuna og mikilvægt að gæta vel að svefni og góðri næringu.
Um miðjan hvern mánuð er gefin út vinnuskrá sem gildir fyrir mánuðinn á eftir.
Sumarstarfsfólk skuldbindur sig í 100% starfshlutfall að lágmarki í 3 mánuði yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst. Frídagar eru samningsbundnir í áætlun hvers mánaðar og ekki er gert ráð fyrir að sumarstarfsfólk taki sumarleyfisdaga umfram þá. Sumarstarfsfólk, líkt og fastráðið starfsfólk, hefur þó tækifæri á að óska eftir ákveðnum dagsetningum fyrir samningsbundna frídaga.
Icelandair sér starfsfólki fyrir rútuferðum milli Keflavíkurflugvallar og Flugvalla í Hafnarfirði á vinnudögum. Brottfaratímar rútuferða koma fram á vinnuskrá.
Hér finnur þú svör við algengum spurningum.