Pingdom Check

Hvað höfum við gert til að draga úr losun?

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Icelandair á undanförnum árum til að draga úr losun koltvísýrings. Við höfum m.a. bætt sérstökum vænguggum við allar vélar okkar sem draga úr vindmótstöðu og minnka eldsneytisnotkun. Þar að auki höfum við gert ráðstafanir til að lágmarka útblástur við aðflug og lendingu.

Við höfum boðið farþegum að reikna út kolefnisfótspor sitt með reiknivél á vefnum síðan 2019 í samstarfi við Kolvið.

Mikil þróun hefur átt sér stað á seinustu árum í tengslum við kolefnisjöfnun og kolefnisförgun. Því höfum við tekið reiknivélina úr notkun og kynnt til sögunnar nýja og aðgengilegri lausn, í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Chooose, sem sérhæfir sig í loftslagsmálum.

Með henni getur þú áætlað þann útblástur koltvísýrings sem hlýst af fluginu þínu og styrkt verkefni sem skila haldbærum árangri við að sporna gegn hnattrænni hlýnun.